Briatore spáir endurkomu Kubica eftir 5-6 mánuði 7. febrúar 2011 17:06 Stefano Domenicali hjá Ferrari og Flavio Briatore fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins, sem nú heitir Lotus Renault. Mynd; Mark Thompson Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins í Formúlu 1 heimsótti Robert Kubica í dag og ræddi við hann. Briatore sagði Kubica hafa talað um það hvenær hann gæti snúið aftur til keppni. Kubica er samningsbundinn Lotus Renault, sem byggir á liðinu sem Briatore var áður í forsvari fyrir. Kubica meiddist í rallkeppni þegar bíll hans or Jakup Gerber skall á vegriði í rallkeppni á Ítalíu í gær. Vegriðið var óvarið og fór það i gegnum bílinn. Kubica slasaðist á hægri hlið líkamans, en Gerber slapp ómeiddur. "Mér fannst hann góður miðað við hið hræðilega óhapp sem hann lenti í. Ég er mjög ánægður að hann er betri og er ánægður að ég ræddi lítillega við hann", sagði Briatore, sem er ítalskur og ræddi við Gazzetta dello Sport, samkvæmt frétt á autosport.com. "Kubica er óvenjulegur náungi og með möguleika á ná sér. Við ræddum ekkert um óhappið. Meira um Formúlu 1 og möguleika hans á að keppa aftur sem fyrst. Miðað við getu hans og líkamsstyrk, þá veðja ég að hann verði kominn í form eftir fimm til sex mánuði. Igor Rosello, einum af læknum hans fyrst hins vegar of snemmt að spá fyrir um hvort hann geti keppt á ný. "Það er ómögulegt að spá í þetta. Maður veit aldrei með taugarnar og það ræðst margt á vilja sjúklingsins. Kappakstursmenn eru einstakt fólk og geta stytt endurhæfingatímann verulega", sagði Rosello, en tengja þurfti taugar saman í hægri hönd Kubica. Hann gæti þurft að fara í fleiri aðgerðir en í gær vegna annarra meiðsla sem hann hlaut. Meira um mál Kubica Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins í Formúlu 1 heimsótti Robert Kubica í dag og ræddi við hann. Briatore sagði Kubica hafa talað um það hvenær hann gæti snúið aftur til keppni. Kubica er samningsbundinn Lotus Renault, sem byggir á liðinu sem Briatore var áður í forsvari fyrir. Kubica meiddist í rallkeppni þegar bíll hans or Jakup Gerber skall á vegriði í rallkeppni á Ítalíu í gær. Vegriðið var óvarið og fór það i gegnum bílinn. Kubica slasaðist á hægri hlið líkamans, en Gerber slapp ómeiddur. "Mér fannst hann góður miðað við hið hræðilega óhapp sem hann lenti í. Ég er mjög ánægður að hann er betri og er ánægður að ég ræddi lítillega við hann", sagði Briatore, sem er ítalskur og ræddi við Gazzetta dello Sport, samkvæmt frétt á autosport.com. "Kubica er óvenjulegur náungi og með möguleika á ná sér. Við ræddum ekkert um óhappið. Meira um Formúlu 1 og möguleika hans á að keppa aftur sem fyrst. Miðað við getu hans og líkamsstyrk, þá veðja ég að hann verði kominn í form eftir fimm til sex mánuði. Igor Rosello, einum af læknum hans fyrst hins vegar of snemmt að spá fyrir um hvort hann geti keppt á ný. "Það er ómögulegt að spá í þetta. Maður veit aldrei með taugarnar og það ræðst margt á vilja sjúklingsins. Kappakstursmenn eru einstakt fólk og geta stytt endurhæfingatímann verulega", sagði Rosello, en tengja þurfti taugar saman í hægri hönd Kubica. Hann gæti þurft að fara í fleiri aðgerðir en í gær vegna annarra meiðsla sem hann hlaut. Meira um mál Kubica
Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira