Körfubolti

Hlynur, Logi og Jakob allir valdir í Stjörnuleikinn í Svíþjóð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson komust báðir í Stjörnuleikinn.
Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson komust báðir í Stjörnuleikinn. Mynd/Valli
Íslensku strákarnir hafa verið að standa sig frábærlega í sænska körfuboltanum í vetur og nú síðasta voru þrír þeirra valdir í Stjörnuleik deildarinnar sem fer fram 21. febrúar. Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson spila með norðurúrvalinu en Logi Gunnarsson var valinn í suðurliðið.

Logi Gunnarsson hefur skorað 18,6 stig að meðaltali í leik og er eins og er sjöundi stigahæsti leikmaður deildarinnar. Jakob Sigurðarson er þar í 17. sætinu með 15,2 stig að meðaltali í leik.

Hlynur Bæringsson hefur tekið flest fráköst af öllum leikmönnum deildarinnar eða 11,0 að meðaltali í leik en Hlynur er einnig meðal efstu manna yfir flestar stoðsendingar en hann er með 4,1 stosðendingu að meðaltali í leik.

Leikmenn í Stjörnuleik sænsku úrvalsdeildarinnar 2011:

Suðurúrvalið:

Jesper Andersson, ecoÖrebro Basket

Willy Beck, 08 Stockholm

Demetrius Brown, 08 Stockholm

Logi Gunnarsson, Solna Vikings

Kellen McCoy, Borås Basket

Andrew Pleick, ecoÖrebro Basket

Dino Pita, Södertälje Kings

Christopher Ryan, Borås Basket

Johnell Smith, Södertälje Kings

William Walker, Solna Vikings

Vedran Bosnic, Södertälje Kings

Norðurúrvalið:

Hlynur Bæringson, Sundsvall Dragons

Tim Kearney, LF Basket

Drazen Klaric, Jämtland Basket

Rudy Mbemba, LF Basket

Liam Rush, Sundsvall Dragons

Bilal Salaam, Jämtland Basket

Jakob Sigurðarsson, Sundsvall Dragons

Ben Smith, Uppsala Basket

Alex Wesby, Sundsvall Dragons

Tim Whitworth, Uppsala Basket

C Mattias Kenttä, LF Basket






Fleiri fréttir

Sjá meira


×