Ótrúleg ósvífni Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 12. janúar 2011 00:01 Kanóferð Klovn verður auðvitað söguleg, svo ekki sé meira sagt. Bíó Klovn: The Movie Aðalhlutverk: Casper Christensen og Frank Hvam. Leikstjóri: Mikkel Nørgaard Ekki þarf að hafa mörg orð um vinsældir Caspers Christensen og Franks Hvam hér á landi. Klovn-þættirnir, sem RÚV bar gæfu til að kaupa og sýna, hafa slegið rækilega í gegn og þeir trúðar eru súperstjörnur á Íslandi (Reyndar eru þeir svo vinsælir hér að dreifingaraðili myndarinnar sá ástæðu til þess að nefna það sérstaklega í viðtölum við danska fjölmiðla). Hugmyndin á bak við trúða-grínið er ekki ný af nálinni, Casper og Frank voru ekkert að finna upp hjólið með Klovn. Ricky Gervais hafði með þáttunum sínum The Office gert vandræðalegheit og óþægilegar uppákomur að listgrein. Og sjálfir hafa þeir talað um að vera innblásnir af bandarísku gamanþáttunum Curb Your Enthusiasm. Að þessu sinni ætlar Frank að sýna Míu, hinni ótrúlega þolinmóðu unnustu sinni, að hann ráði fullkomlega við föðurhlutverkið. Hann bregður á það ráð að hálfpartinn ræna frænda hennar og fara með hann í kanóferð. Eitthvað sem Casper er ekki alls kostar sáttur við, ferðalagið var í hans huga fyrst og fremst leitin mikla að tilkippilegu dönsku kvenfólki. Ferðin verður auðvitað söguleg, svo ekki sé meira sagt. Klovn-þættirnir (smá kennsla í dönsku, þetta er borið fram klóvn en ekki klávn) gengu oft ansi langt í gríninu, hver getur til að mynda gleymt því þegar Frank prófaði nýju Indiana Jones-svipuna sína á aðfangadagskvöld með skelfilegum afleiðingum fyrir hina heiladauðu Bodil eða þegar hann skeinir sér með danska fánum. Þetta eru auðvitað ógleymanleg atriði en þá er kannski rétt að taka eitt fram: þau eru eins og saklausir Hafnarfjarðar- eða ljóskubrandarar miðað við sumt sem Casper og Frank láta flakka í Klovn-myndinni. Það sem á eftir að koma áhorfendum á óvart er hversu vel myndin er gerð, þeir fá að sjá fallegar náttúrusenur og fylgjast með Casper og Frank taka út sinn þroska. Myndin er síður en svo eins og einn stór Klovn-þáttur heldur hefur hún allt sem prýðir góða kvikmynd. Samleikur trúðanna er auðvitað með eindæmum vel smurður þótt senuþjófurinn sé hinn tólf ára gamli Marcuz Jess Petersen sem leikur frændann Bó; hann er saklaus dreginn inn í saurlifnað dúettsins. Klovn: The Movie fær því stimpilinn að hún sé hryllilega fyndin - í bókstaflegri merkingu. Niðurstaða: Áhorfendur ættu að skilja blygðunarkenndina eftir heima þegar þeir fara á Klovn: The Movie. Hún svíkur ekki aðdáendur dönsku grínistanna. Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bíó Klovn: The Movie Aðalhlutverk: Casper Christensen og Frank Hvam. Leikstjóri: Mikkel Nørgaard Ekki þarf að hafa mörg orð um vinsældir Caspers Christensen og Franks Hvam hér á landi. Klovn-þættirnir, sem RÚV bar gæfu til að kaupa og sýna, hafa slegið rækilega í gegn og þeir trúðar eru súperstjörnur á Íslandi (Reyndar eru þeir svo vinsælir hér að dreifingaraðili myndarinnar sá ástæðu til þess að nefna það sérstaklega í viðtölum við danska fjölmiðla). Hugmyndin á bak við trúða-grínið er ekki ný af nálinni, Casper og Frank voru ekkert að finna upp hjólið með Klovn. Ricky Gervais hafði með þáttunum sínum The Office gert vandræðalegheit og óþægilegar uppákomur að listgrein. Og sjálfir hafa þeir talað um að vera innblásnir af bandarísku gamanþáttunum Curb Your Enthusiasm. Að þessu sinni ætlar Frank að sýna Míu, hinni ótrúlega þolinmóðu unnustu sinni, að hann ráði fullkomlega við föðurhlutverkið. Hann bregður á það ráð að hálfpartinn ræna frænda hennar og fara með hann í kanóferð. Eitthvað sem Casper er ekki alls kostar sáttur við, ferðalagið var í hans huga fyrst og fremst leitin mikla að tilkippilegu dönsku kvenfólki. Ferðin verður auðvitað söguleg, svo ekki sé meira sagt. Klovn-þættirnir (smá kennsla í dönsku, þetta er borið fram klóvn en ekki klávn) gengu oft ansi langt í gríninu, hver getur til að mynda gleymt því þegar Frank prófaði nýju Indiana Jones-svipuna sína á aðfangadagskvöld með skelfilegum afleiðingum fyrir hina heiladauðu Bodil eða þegar hann skeinir sér með danska fánum. Þetta eru auðvitað ógleymanleg atriði en þá er kannski rétt að taka eitt fram: þau eru eins og saklausir Hafnarfjarðar- eða ljóskubrandarar miðað við sumt sem Casper og Frank láta flakka í Klovn-myndinni. Það sem á eftir að koma áhorfendum á óvart er hversu vel myndin er gerð, þeir fá að sjá fallegar náttúrusenur og fylgjast með Casper og Frank taka út sinn þroska. Myndin er síður en svo eins og einn stór Klovn-þáttur heldur hefur hún allt sem prýðir góða kvikmynd. Samleikur trúðanna er auðvitað með eindæmum vel smurður þótt senuþjófurinn sé hinn tólf ára gamli Marcuz Jess Petersen sem leikur frændann Bó; hann er saklaus dreginn inn í saurlifnað dúettsins. Klovn: The Movie fær því stimpilinn að hún sé hryllilega fyndin - í bókstaflegri merkingu. Niðurstaða: Áhorfendur ættu að skilja blygðunarkenndina eftir heima þegar þeir fara á Klovn: The Movie. Hún svíkur ekki aðdáendur dönsku grínistanna.
Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira