Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af ríkisfjármálunum Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 18:45 Þórarinn G., aðalhagfræðingur Seðlabankans, hefur áhyggjur af því að of mikill slaki sé á ríkisfjármálunum. Úr Klinkinu Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af því að of lítið aðhald sé í ríkisfjármálunum nú og óttast að stjórnvöld séu að missa úthaldið við að ná niður halla og skuldum ríkisins. Þegar bankarnir hrundu myndaðist mikið ójafnvægi í fjármálum hins opinbera, og risavaxinn halli varð á ríkisrekstrinum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir í nýjasta þætti Klinksins að ekki sé hægt að segja annað en vel hafi tekist til við að vinna á hallanum og stjórnvöld haldið á spöðunum við hagstjórnina - þar til nú. „Núna virðast stjórnvöld hins vegar vera að slaka aðeins á, og þau segja það beinlínis," segir Þórarinn. „Það er ekki eins aðhaldssöm ríkisfjármálastefna og að var stefnt í fyrri áætlunum. Ég hef áhyggjur af því. Ég hefði heldur viljað að menn héldu fyrra plani og næðu niður hallanum og skuldunum hraðar en þeir ætla að gera." Þórarinn bendir á að Evrópulönd með svipað skuldsetningarhlutfall og íslenska ríkið séu að lenda í gríðarlegum vanda og þau séu undir þrýstingi um að skera hratt niður. Gjaldeyrishöftin veiti Íslandi sérstakt skjól um þessar mundir, en það vari ekki að eilífu. „Þess vegna hefði ég haldið að það væri skynsamlegra að nota þetta skjól sem við erum í núna til þess að halda fyrri áætlunum og fara hraðar niður með hallann og ná fyrr tökum á skuldunum." En er hann að segja að það séu lausatök í ríkisfjármálunum? „Nei, ég myndi ekki segja það miðað við það sem hefur verið að gerast. Það hefur verið aðhald, það hefur verið skorið niður og hallinn hefur minnkað. En ég hef áhyggjur af því að menn séu eitthvað að missa úthaldið í þessu." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af því að of lítið aðhald sé í ríkisfjármálunum nú og óttast að stjórnvöld séu að missa úthaldið við að ná niður halla og skuldum ríkisins. Þegar bankarnir hrundu myndaðist mikið ójafnvægi í fjármálum hins opinbera, og risavaxinn halli varð á ríkisrekstrinum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir í nýjasta þætti Klinksins að ekki sé hægt að segja annað en vel hafi tekist til við að vinna á hallanum og stjórnvöld haldið á spöðunum við hagstjórnina - þar til nú. „Núna virðast stjórnvöld hins vegar vera að slaka aðeins á, og þau segja það beinlínis," segir Þórarinn. „Það er ekki eins aðhaldssöm ríkisfjármálastefna og að var stefnt í fyrri áætlunum. Ég hef áhyggjur af því. Ég hefði heldur viljað að menn héldu fyrra plani og næðu niður hallanum og skuldunum hraðar en þeir ætla að gera." Þórarinn bendir á að Evrópulönd með svipað skuldsetningarhlutfall og íslenska ríkið séu að lenda í gríðarlegum vanda og þau séu undir þrýstingi um að skera hratt niður. Gjaldeyrishöftin veiti Íslandi sérstakt skjól um þessar mundir, en það vari ekki að eilífu. „Þess vegna hefði ég haldið að það væri skynsamlegra að nota þetta skjól sem við erum í núna til þess að halda fyrri áætlunum og fara hraðar niður með hallann og ná fyrr tökum á skuldunum." En er hann að segja að það séu lausatök í ríkisfjármálunum? „Nei, ég myndi ekki segja það miðað við það sem hefur verið að gerast. Það hefur verið aðhald, það hefur verið skorið niður og hallinn hefur minnkað. En ég hef áhyggjur af því að menn séu eitthvað að missa úthaldið í þessu." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira