Mótmæltu kaupaukakerfi og var ýtt til hliðar Hafsteinn Hauksson skrifar 23. desember 2011 16:41 Stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins segir að sjóðirnir hafi mótmælt þegar kaupaukakerfi voru fyrst tekin upp á landinu, en ekki fengið rönd við reist. Lífeyrissjóðirnir hafi þótt of íhaldssamir eigendur og verið ýtt til hliðar. Lífeyrissjóðir voru áberandi eigendur í stóru bönkunum þremur á síðustu fjórum til fimm árum fyrir hrun. Þeir áttu ráðandi eignarhlut í Glitni í byrjun árs 2004, en hann var kominn niður í 6,4 prósent þegar bankinn féll. Eignarhlutur sjóðanna var svipaður í Landsbankanum þegar hann var tekinn yfir, en nokkru stærri í Kaupþingi yfir tímabilið, eða um 13 prósent að meðaltali. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, var spurður út í ábyrgð sjóðanna á hruninu sem eigenda bankanna í nýjasta þætti Klinksins. Hann segir að fram að árinu 2005 hafi lífeyrissjóðirnir verið stórir hluthafar og haft mikil áhrif, en á þeim tíma hafi allt gengið vel. „Svo þóttu lífeyrissjóðirnir of íhaldssamir og hægfara, og þeir voru keyptir út," segir Helgi. „Þeim var ýtt til hliðar og aðrir tóku við, og við vitum hvernig fór. Ég tel ekki að það sé neitt vont við það að lífeyrissjóðir eigi stóran hlut í fyrirtækjum." Hann segir að þegar lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut þurfi þeir að bera mikla ábyrgð, en þegar þeir eigi örfá prósentustig ráði þeir nánast engu. „Ég man eftir því þegar þetta kaupaukakerfi var að byrja. Það hófst hjá FBA og það var í fyrsta skipti sem það sást. Þá mótmæltu fulltrúar lífeyrissjóðanna mjög harkalega og fengu ekki miklar þakkir fyrir. Þóttu gamaldags og íhaldssamir. Þeir mótmæltu, en réðu ekki við það." Helgi segir að kaupaukakerfið hafi farið úr böndunum og fullyrðir að lífeyrissjóðirnir verði á varðbergi ef þeir verði myndarlegir hluthafar í fjármálafyrirtækjum aftur. Klinkið Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins segir að sjóðirnir hafi mótmælt þegar kaupaukakerfi voru fyrst tekin upp á landinu, en ekki fengið rönd við reist. Lífeyrissjóðirnir hafi þótt of íhaldssamir eigendur og verið ýtt til hliðar. Lífeyrissjóðir voru áberandi eigendur í stóru bönkunum þremur á síðustu fjórum til fimm árum fyrir hrun. Þeir áttu ráðandi eignarhlut í Glitni í byrjun árs 2004, en hann var kominn niður í 6,4 prósent þegar bankinn féll. Eignarhlutur sjóðanna var svipaður í Landsbankanum þegar hann var tekinn yfir, en nokkru stærri í Kaupþingi yfir tímabilið, eða um 13 prósent að meðaltali. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, var spurður út í ábyrgð sjóðanna á hruninu sem eigenda bankanna í nýjasta þætti Klinksins. Hann segir að fram að árinu 2005 hafi lífeyrissjóðirnir verið stórir hluthafar og haft mikil áhrif, en á þeim tíma hafi allt gengið vel. „Svo þóttu lífeyrissjóðirnir of íhaldssamir og hægfara, og þeir voru keyptir út," segir Helgi. „Þeim var ýtt til hliðar og aðrir tóku við, og við vitum hvernig fór. Ég tel ekki að það sé neitt vont við það að lífeyrissjóðir eigi stóran hlut í fyrirtækjum." Hann segir að þegar lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut þurfi þeir að bera mikla ábyrgð, en þegar þeir eigi örfá prósentustig ráði þeir nánast engu. „Ég man eftir því þegar þetta kaupaukakerfi var að byrja. Það hófst hjá FBA og það var í fyrsta skipti sem það sást. Þá mótmæltu fulltrúar lífeyrissjóðanna mjög harkalega og fengu ekki miklar þakkir fyrir. Þóttu gamaldags og íhaldssamir. Þeir mótmæltu, en réðu ekki við það." Helgi segir að kaupaukakerfið hafi farið úr böndunum og fullyrðir að lífeyrissjóðirnir verði á varðbergi ef þeir verði myndarlegir hluthafar í fjármálafyrirtækjum aftur.
Klinkið Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira