Vinsælast á Vísi árið 2011 - Íþróttir 30. desember 2011 07:00 Guðmundur Guðmundsson. 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Sportinu á Vísi. Þar fyrir neðan eru tíu íþróttafréttir sem vöktu einnig mikla athygli á árinu.1. Guðmundur kvartaði yfir dómurunum JANÚAR: Eins og fólk tók eftir var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari afar ósáttur við dómgæslu serbnesku dómaranna í leiknum gegn Þjóðverjum en þeir áttu afleitan dag. Guðmundur átti fund í dag með yfirmanni dómaramála þar sem hann kom kvörtunum sínum á framfæri. "Ég mun kvarta á mjög málefnalegan hátt og í ró. Við erum búnir að klippa saman tíu eða tólf atriði. Þar verður farið yfir málin og spurt hvers vegna við séum að upplifa hluti eins og við sáum í þessum leik."Leikur Hauka og KR.2. María Lind kærir Köru til lögreglunnar MARS: Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. Þar er verið að ræða um Haukastelpuna Maríu Lind Sigurðardóttur sem hefur kært KR-inginn Margréti Köru Sturludóttur fyrir höggið sem má sjá í myndbandinu hér. María kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gær og lagði inn kæru.Stelpurnar okkar.3. Ísland - Angóla DESEMBER: Íslenska kvennalandsliðið náði sér aldrei á strik gegn Afríkumeistaraliði Angóla í öðrum leiknum á heimsmeistaramótinu í handknattlek í Brasilíu í kvöld. Flest fór úrskeiðis hjá liðinu. Varnarleikurinn var slakur og leikmenn gerðu gríðarlega mörg mistök í sóknarleiknum. Angóla sigraði 28-24 og er með pálmann í höndunum um að komast í 16-liða úrslit en staða Íslands versnaði til muna því Angóla er með betri stöðu í innbyrðisviðureigninni. Og það gæti reynst dýrkeypt þegar uppi er staðið.Björgvin Páll.4. Boltinn "klesstist" á höfðinu á Björgvini - frábær íþróttaljósmynd JANÚAR: Það er ekki fyrir hvern sem er að standa í marki í handbolta og fá þrumuskot frá mótherjunum í sig. Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins gerði sér lítið fyrir og varði vítakast frá Þjóðverjum Michael Kraus í gær með höfðinu og náði Valgarður Gíslason ljósmyndari að fanga augnablikið þar sem boltinn „klessist" á höfðinu á Björgvini. Markvörðurinn virtist ekki finna fyrir skotinu. Myndin talar sínu máli og er ein af bestu ljósmyndum HM fram til þessa. Í meðfylgjandi myndasyrpu eru fleiri myndir sem Valgarður tók í leiknum gegn Þjóðverjum.Ingimundur í vörninni.5. Guðjón Valur: Diddi var enn reiður eftir leik JANÚAR: Guðjón Valur Sigurðsson var brosmildur eftir sigurinn á Austurríki í kvöld. Hann hefur gengið í gegnum margt með landsliðinu á 13 stórmótum en sigrar eins og í kvöld eru alltaf sætir. "Það var stórkostlegt að sjá hvernig vörnin stóð í seinni hálfleik. Það var í rauninni allt annað lið sem stóð á vellinum í seinni hálfleik en í þeim fyrri," sagði Guðjón. "Bjöggi var góður og það var frábært að fylgjast með Didda og Sverre. Diddi var enn í brjálæðiskasti þrem mínútum eftir að leik lauk. Þetta var ótrúlegt." AÐRAR VINSÆLAR FRÉTTIR Á ÁRINU: JANÚAR:Ótrúleg boltaleikni hjá tólf ára gutta FEBRÚAR:Essien, hvað ertu að gera við Eið Smára?Ronaldo grét er hann sagðist vera hætturMisstir þú af markinu hans Wayne Rooney? MARS:Carragher beið fyrir utan klefa United til þess að biðja Nani afsökunar APRÍL:Stórkostlegur hrekkur hjá Þórsurum JÚNÍ:Ólafur rauk af blaðamannafundi SEPTEMBER:Fimmta stjarnan á KR-búninginn OKTÓBER:Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari - Heimir aðstoðar Fréttir ársins 2011 Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson. 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Sportinu á Vísi. Þar fyrir neðan eru tíu íþróttafréttir sem vöktu einnig mikla athygli á árinu.1. Guðmundur kvartaði yfir dómurunum JANÚAR: Eins og fólk tók eftir var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari afar ósáttur við dómgæslu serbnesku dómaranna í leiknum gegn Þjóðverjum en þeir áttu afleitan dag. Guðmundur átti fund í dag með yfirmanni dómaramála þar sem hann kom kvörtunum sínum á framfæri. "Ég mun kvarta á mjög málefnalegan hátt og í ró. Við erum búnir að klippa saman tíu eða tólf atriði. Þar verður farið yfir málin og spurt hvers vegna við séum að upplifa hluti eins og við sáum í þessum leik."Leikur Hauka og KR.2. María Lind kærir Köru til lögreglunnar MARS: Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. Þar er verið að ræða um Haukastelpuna Maríu Lind Sigurðardóttur sem hefur kært KR-inginn Margréti Köru Sturludóttur fyrir höggið sem má sjá í myndbandinu hér. María kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gær og lagði inn kæru.Stelpurnar okkar.3. Ísland - Angóla DESEMBER: Íslenska kvennalandsliðið náði sér aldrei á strik gegn Afríkumeistaraliði Angóla í öðrum leiknum á heimsmeistaramótinu í handknattlek í Brasilíu í kvöld. Flest fór úrskeiðis hjá liðinu. Varnarleikurinn var slakur og leikmenn gerðu gríðarlega mörg mistök í sóknarleiknum. Angóla sigraði 28-24 og er með pálmann í höndunum um að komast í 16-liða úrslit en staða Íslands versnaði til muna því Angóla er með betri stöðu í innbyrðisviðureigninni. Og það gæti reynst dýrkeypt þegar uppi er staðið.Björgvin Páll.4. Boltinn "klesstist" á höfðinu á Björgvini - frábær íþróttaljósmynd JANÚAR: Það er ekki fyrir hvern sem er að standa í marki í handbolta og fá þrumuskot frá mótherjunum í sig. Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins gerði sér lítið fyrir og varði vítakast frá Þjóðverjum Michael Kraus í gær með höfðinu og náði Valgarður Gíslason ljósmyndari að fanga augnablikið þar sem boltinn „klessist" á höfðinu á Björgvini. Markvörðurinn virtist ekki finna fyrir skotinu. Myndin talar sínu máli og er ein af bestu ljósmyndum HM fram til þessa. Í meðfylgjandi myndasyrpu eru fleiri myndir sem Valgarður tók í leiknum gegn Þjóðverjum.Ingimundur í vörninni.5. Guðjón Valur: Diddi var enn reiður eftir leik JANÚAR: Guðjón Valur Sigurðsson var brosmildur eftir sigurinn á Austurríki í kvöld. Hann hefur gengið í gegnum margt með landsliðinu á 13 stórmótum en sigrar eins og í kvöld eru alltaf sætir. "Það var stórkostlegt að sjá hvernig vörnin stóð í seinni hálfleik. Það var í rauninni allt annað lið sem stóð á vellinum í seinni hálfleik en í þeim fyrri," sagði Guðjón. "Bjöggi var góður og það var frábært að fylgjast með Didda og Sverre. Diddi var enn í brjálæðiskasti þrem mínútum eftir að leik lauk. Þetta var ótrúlegt." AÐRAR VINSÆLAR FRÉTTIR Á ÁRINU: JANÚAR:Ótrúleg boltaleikni hjá tólf ára gutta FEBRÚAR:Essien, hvað ertu að gera við Eið Smára?Ronaldo grét er hann sagðist vera hætturMisstir þú af markinu hans Wayne Rooney? MARS:Carragher beið fyrir utan klefa United til þess að biðja Nani afsökunar APRÍL:Stórkostlegur hrekkur hjá Þórsurum JÚNÍ:Ólafur rauk af blaðamannafundi SEPTEMBER:Fimmta stjarnan á KR-búninginn OKTÓBER:Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari - Heimir aðstoðar
Fréttir ársins 2011 Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira