Guðjón Valur Sigurðsson var brosmildur eftir sigurinn á Austurríki í kvöld. Hann hefur gengið í gegnum margt með landsliðinu á 13 stórmótum en sigrar eins og í kvöld eru alltaf sætir.
"Það var stórkostlegt að sjá hvernig vörnin stóð í seinni hálfleik. Það var í rauninni allt annað lið sem stóð á vellinum í seinni hálfleik en í þeim fyrri," sagði Guðjón.
"Bjöggi var góður og það var frábært að fylgjast með Didda og Sverre. Diddi var enn í brjálæðiskasti þrem mínútum eftir að leik lauk. Þetta var ótrúlegt.
"Við vorum merkilega rólegir í hálfleik. Það var við því búið að allt myndi ekki ganga smurt í mótinu. Við vissum að þetta myndi koma ef hver og einn myndi einbeita sér að sjálfum sér. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og gaman að sjá að Diddi er aðeins að róast."
Guðjón Valur: Diddi var enn reiður eftir leik
Henry Birgir Gunnarsson í Cloetta Center skrifar
Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn

Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
