Fimmta stjarnan á KR-búninginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2011 06:00 KR-ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitilinum vel í leikslok. Dofri Snorrason, besti maður vallarins, fékk að finna fyrir því hjá liðsfélögum sínum í fagnaðarlátunum. Mynd/Daníel KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og vel að titlinum komnir. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig," sagði Dofri Snorrason, hetja KR-inga. Dofri fór á kostum sem hægri bakvörður. Hann lagði upp annað mark KR í leiknum, bjargaði á línu þegar mikið lá við og skoraði sigurmarkið. „Maður hefur alist upp við það sjá allar þessar hetjur taka titilinn. Svo upplifir maður þetta sjálfur. Þetta er ólýsanlegt," sagði bakvörðurinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og fyrrverandi leikmaður félagsins, var í skýjunum yfir árangri liðsins á tímabilinu. „Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn," sagði Rúnar. Auk þess að verða Íslandsmeistarar unnu KR-ingar bikarinn fyrr í sumar og eru því tvöfaldir meistarar. „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja," sagði Rúnar. KR-ingar virkuðu óstöðvandi framan af sumri en þeim skrikaði fótur þegar Óskar Örn Hauksson meiddist á miðju tímabili. Óskar Örn hafði spilað frábærlega með liðinu. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það, sagði Rúnar sem benti á að Björn og Egill Jónssynir auk Dofra hefðu komið sterkir inn."Titillinn á loft Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, virðist stjórna fagnaðarlátunum líkt og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar.Fréttablaðið/Daníel„Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu og stigum svo upp í restina," sagði Rúnar sem getur verið stoltur af sínu liði. KR er sigursælasta félag í íslenska boltanum frá upphafi. Sú hefð hefur skapast að fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla fá lið stjörnu á búning sinn. Fyrir leikinn gegn Fylki voru stjörnurnar fjórar á búningi KR. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar Sigfinnur léttur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og vel að titlinum komnir. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig," sagði Dofri Snorrason, hetja KR-inga. Dofri fór á kostum sem hægri bakvörður. Hann lagði upp annað mark KR í leiknum, bjargaði á línu þegar mikið lá við og skoraði sigurmarkið. „Maður hefur alist upp við það sjá allar þessar hetjur taka titilinn. Svo upplifir maður þetta sjálfur. Þetta er ólýsanlegt," sagði bakvörðurinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og fyrrverandi leikmaður félagsins, var í skýjunum yfir árangri liðsins á tímabilinu. „Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn," sagði Rúnar. Auk þess að verða Íslandsmeistarar unnu KR-ingar bikarinn fyrr í sumar og eru því tvöfaldir meistarar. „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja," sagði Rúnar. KR-ingar virkuðu óstöðvandi framan af sumri en þeim skrikaði fótur þegar Óskar Örn Hauksson meiddist á miðju tímabili. Óskar Örn hafði spilað frábærlega með liðinu. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það, sagði Rúnar sem benti á að Björn og Egill Jónssynir auk Dofra hefðu komið sterkir inn."Titillinn á loft Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, virðist stjórna fagnaðarlátunum líkt og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar.Fréttablaðið/Daníel„Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu og stigum svo upp í restina," sagði Rúnar sem getur verið stoltur af sínu liði. KR er sigursælasta félag í íslenska boltanum frá upphafi. Sú hefð hefur skapast að fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla fá lið stjörnu á búning sinn. Fyrir leikinn gegn Fylki voru stjörnurnar fjórar á búningi KR. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar Sigfinnur léttur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn