Vinsælast á Vísi árið 2011 - Íþróttir 30. desember 2011 07:00 Guðmundur Guðmundsson. 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Sportinu á Vísi. Þar fyrir neðan eru tíu íþróttafréttir sem vöktu einnig mikla athygli á árinu.1. Guðmundur kvartaði yfir dómurunum JANÚAR: Eins og fólk tók eftir var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari afar ósáttur við dómgæslu serbnesku dómaranna í leiknum gegn Þjóðverjum en þeir áttu afleitan dag. Guðmundur átti fund í dag með yfirmanni dómaramála þar sem hann kom kvörtunum sínum á framfæri. "Ég mun kvarta á mjög málefnalegan hátt og í ró. Við erum búnir að klippa saman tíu eða tólf atriði. Þar verður farið yfir málin og spurt hvers vegna við séum að upplifa hluti eins og við sáum í þessum leik."Leikur Hauka og KR.2. María Lind kærir Köru til lögreglunnar MARS: Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. Þar er verið að ræða um Haukastelpuna Maríu Lind Sigurðardóttur sem hefur kært KR-inginn Margréti Köru Sturludóttur fyrir höggið sem má sjá í myndbandinu hér. María kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gær og lagði inn kæru.Stelpurnar okkar.3. Ísland - Angóla DESEMBER: Íslenska kvennalandsliðið náði sér aldrei á strik gegn Afríkumeistaraliði Angóla í öðrum leiknum á heimsmeistaramótinu í handknattlek í Brasilíu í kvöld. Flest fór úrskeiðis hjá liðinu. Varnarleikurinn var slakur og leikmenn gerðu gríðarlega mörg mistök í sóknarleiknum. Angóla sigraði 28-24 og er með pálmann í höndunum um að komast í 16-liða úrslit en staða Íslands versnaði til muna því Angóla er með betri stöðu í innbyrðisviðureigninni. Og það gæti reynst dýrkeypt þegar uppi er staðið.Björgvin Páll.4. Boltinn "klesstist" á höfðinu á Björgvini - frábær íþróttaljósmynd JANÚAR: Það er ekki fyrir hvern sem er að standa í marki í handbolta og fá þrumuskot frá mótherjunum í sig. Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins gerði sér lítið fyrir og varði vítakast frá Þjóðverjum Michael Kraus í gær með höfðinu og náði Valgarður Gíslason ljósmyndari að fanga augnablikið þar sem boltinn „klessist" á höfðinu á Björgvini. Markvörðurinn virtist ekki finna fyrir skotinu. Myndin talar sínu máli og er ein af bestu ljósmyndum HM fram til þessa. Í meðfylgjandi myndasyrpu eru fleiri myndir sem Valgarður tók í leiknum gegn Þjóðverjum.Ingimundur í vörninni.5. Guðjón Valur: Diddi var enn reiður eftir leik JANÚAR: Guðjón Valur Sigurðsson var brosmildur eftir sigurinn á Austurríki í kvöld. Hann hefur gengið í gegnum margt með landsliðinu á 13 stórmótum en sigrar eins og í kvöld eru alltaf sætir. "Það var stórkostlegt að sjá hvernig vörnin stóð í seinni hálfleik. Það var í rauninni allt annað lið sem stóð á vellinum í seinni hálfleik en í þeim fyrri," sagði Guðjón. "Bjöggi var góður og það var frábært að fylgjast með Didda og Sverre. Diddi var enn í brjálæðiskasti þrem mínútum eftir að leik lauk. Þetta var ótrúlegt." AÐRAR VINSÆLAR FRÉTTIR Á ÁRINU: JANÚAR:Ótrúleg boltaleikni hjá tólf ára gutta FEBRÚAR:Essien, hvað ertu að gera við Eið Smára?Ronaldo grét er hann sagðist vera hætturMisstir þú af markinu hans Wayne Rooney? MARS:Carragher beið fyrir utan klefa United til þess að biðja Nani afsökunar APRÍL:Stórkostlegur hrekkur hjá Þórsurum JÚNÍ:Ólafur rauk af blaðamannafundi SEPTEMBER:Fimmta stjarnan á KR-búninginn OKTÓBER:Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari - Heimir aðstoðar Fréttir ársins 2011 Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson. 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Sportinu á Vísi. Þar fyrir neðan eru tíu íþróttafréttir sem vöktu einnig mikla athygli á árinu.1. Guðmundur kvartaði yfir dómurunum JANÚAR: Eins og fólk tók eftir var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari afar ósáttur við dómgæslu serbnesku dómaranna í leiknum gegn Þjóðverjum en þeir áttu afleitan dag. Guðmundur átti fund í dag með yfirmanni dómaramála þar sem hann kom kvörtunum sínum á framfæri. "Ég mun kvarta á mjög málefnalegan hátt og í ró. Við erum búnir að klippa saman tíu eða tólf atriði. Þar verður farið yfir málin og spurt hvers vegna við séum að upplifa hluti eins og við sáum í þessum leik."Leikur Hauka og KR.2. María Lind kærir Köru til lögreglunnar MARS: Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. Þar er verið að ræða um Haukastelpuna Maríu Lind Sigurðardóttur sem hefur kært KR-inginn Margréti Köru Sturludóttur fyrir höggið sem má sjá í myndbandinu hér. María kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gær og lagði inn kæru.Stelpurnar okkar.3. Ísland - Angóla DESEMBER: Íslenska kvennalandsliðið náði sér aldrei á strik gegn Afríkumeistaraliði Angóla í öðrum leiknum á heimsmeistaramótinu í handknattlek í Brasilíu í kvöld. Flest fór úrskeiðis hjá liðinu. Varnarleikurinn var slakur og leikmenn gerðu gríðarlega mörg mistök í sóknarleiknum. Angóla sigraði 28-24 og er með pálmann í höndunum um að komast í 16-liða úrslit en staða Íslands versnaði til muna því Angóla er með betri stöðu í innbyrðisviðureigninni. Og það gæti reynst dýrkeypt þegar uppi er staðið.Björgvin Páll.4. Boltinn "klesstist" á höfðinu á Björgvini - frábær íþróttaljósmynd JANÚAR: Það er ekki fyrir hvern sem er að standa í marki í handbolta og fá þrumuskot frá mótherjunum í sig. Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins gerði sér lítið fyrir og varði vítakast frá Þjóðverjum Michael Kraus í gær með höfðinu og náði Valgarður Gíslason ljósmyndari að fanga augnablikið þar sem boltinn „klessist" á höfðinu á Björgvini. Markvörðurinn virtist ekki finna fyrir skotinu. Myndin talar sínu máli og er ein af bestu ljósmyndum HM fram til þessa. Í meðfylgjandi myndasyrpu eru fleiri myndir sem Valgarður tók í leiknum gegn Þjóðverjum.Ingimundur í vörninni.5. Guðjón Valur: Diddi var enn reiður eftir leik JANÚAR: Guðjón Valur Sigurðsson var brosmildur eftir sigurinn á Austurríki í kvöld. Hann hefur gengið í gegnum margt með landsliðinu á 13 stórmótum en sigrar eins og í kvöld eru alltaf sætir. "Það var stórkostlegt að sjá hvernig vörnin stóð í seinni hálfleik. Það var í rauninni allt annað lið sem stóð á vellinum í seinni hálfleik en í þeim fyrri," sagði Guðjón. "Bjöggi var góður og það var frábært að fylgjast með Didda og Sverre. Diddi var enn í brjálæðiskasti þrem mínútum eftir að leik lauk. Þetta var ótrúlegt." AÐRAR VINSÆLAR FRÉTTIR Á ÁRINU: JANÚAR:Ótrúleg boltaleikni hjá tólf ára gutta FEBRÚAR:Essien, hvað ertu að gera við Eið Smára?Ronaldo grét er hann sagðist vera hætturMisstir þú af markinu hans Wayne Rooney? MARS:Carragher beið fyrir utan klefa United til þess að biðja Nani afsökunar APRÍL:Stórkostlegur hrekkur hjá Þórsurum JÚNÍ:Ólafur rauk af blaðamannafundi SEPTEMBER:Fimmta stjarnan á KR-búninginn OKTÓBER:Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari - Heimir aðstoðar
Fréttir ársins 2011 Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Sjá meira