Cameron: Rétt ákvörðun fyrir Bretland 12. desember 2011 16:05 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun sína um að standa fyrir utan samkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja, um aðgerðir til þess að koma á stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, hafa verið tekna með hagsmuni Bretlands í huga. „Þetta var rétt ákvörðun fyrir Bretland og mun skipta sköpum til framtíðar," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni. Hann sagði ákvörðunina ekki skilja Bretland eftir á köldum klaka í efnahagslegu tilliti, og hún útilokaði heldur ekki frekara samstarf á vettvangi Evrópusamstarfsins. „Þetta þýðir ekki neina einangrun, heldur er einfaldlega rökrétt ákvörðun út frá hagsmunum Bretlands,“ sagði Cameron um ákvörðun sína. Samkomulag náðist hjá 26 þjóðum af 27 um aðgerðir til þess að stuðla að meiri stöðugleika á Evrópusambandsins, þar með talið að gera þjóðum erfiðara um vik að skuldsetja ríkissjóði. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í ræðu sinni, sem var mótsvar við ávarpi Cameron, að mikil mistök hefðu verið gerð. "Forsætisráðherra hefur gert mestu mistök sem leiðtogi Bretlands hefur gert í Evrópumálum, í heila kynslóð," sagði Miliband. Hann sagði ákvörðun Cameron þýða meiri einangrun og að efnahagslíf landsins gæti lent í erfiðleikum vegna þessarar ákvörðunar, um langa framtíð. Augljóst hefði verið að Cameron hefði verið að taka hagsmuni breskra Íhaldsmanna fram yfir almannahagsmuni. Hægt er að fylgjast með umræðum breska þinginu, þar sem Cameron ver ákvörðun sína, inn á vefsíðu BBC. Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun sína um að standa fyrir utan samkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja, um aðgerðir til þess að koma á stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, hafa verið tekna með hagsmuni Bretlands í huga. „Þetta var rétt ákvörðun fyrir Bretland og mun skipta sköpum til framtíðar," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni. Hann sagði ákvörðunina ekki skilja Bretland eftir á köldum klaka í efnahagslegu tilliti, og hún útilokaði heldur ekki frekara samstarf á vettvangi Evrópusamstarfsins. „Þetta þýðir ekki neina einangrun, heldur er einfaldlega rökrétt ákvörðun út frá hagsmunum Bretlands,“ sagði Cameron um ákvörðun sína. Samkomulag náðist hjá 26 þjóðum af 27 um aðgerðir til þess að stuðla að meiri stöðugleika á Evrópusambandsins, þar með talið að gera þjóðum erfiðara um vik að skuldsetja ríkissjóði. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í ræðu sinni, sem var mótsvar við ávarpi Cameron, að mikil mistök hefðu verið gerð. "Forsætisráðherra hefur gert mestu mistök sem leiðtogi Bretlands hefur gert í Evrópumálum, í heila kynslóð," sagði Miliband. Hann sagði ákvörðun Cameron þýða meiri einangrun og að efnahagslíf landsins gæti lent í erfiðleikum vegna þessarar ákvörðunar, um langa framtíð. Augljóst hefði verið að Cameron hefði verið að taka hagsmuni breskra Íhaldsmanna fram yfir almannahagsmuni. Hægt er að fylgjast með umræðum breska þinginu, þar sem Cameron ver ákvörðun sína, inn á vefsíðu BBC.
Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira