Cameron: Rétt ákvörðun fyrir Bretland 12. desember 2011 16:05 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun sína um að standa fyrir utan samkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja, um aðgerðir til þess að koma á stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, hafa verið tekna með hagsmuni Bretlands í huga. „Þetta var rétt ákvörðun fyrir Bretland og mun skipta sköpum til framtíðar," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni. Hann sagði ákvörðunina ekki skilja Bretland eftir á köldum klaka í efnahagslegu tilliti, og hún útilokaði heldur ekki frekara samstarf á vettvangi Evrópusamstarfsins. „Þetta þýðir ekki neina einangrun, heldur er einfaldlega rökrétt ákvörðun út frá hagsmunum Bretlands,“ sagði Cameron um ákvörðun sína. Samkomulag náðist hjá 26 þjóðum af 27 um aðgerðir til þess að stuðla að meiri stöðugleika á Evrópusambandsins, þar með talið að gera þjóðum erfiðara um vik að skuldsetja ríkissjóði. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í ræðu sinni, sem var mótsvar við ávarpi Cameron, að mikil mistök hefðu verið gerð. "Forsætisráðherra hefur gert mestu mistök sem leiðtogi Bretlands hefur gert í Evrópumálum, í heila kynslóð," sagði Miliband. Hann sagði ákvörðun Cameron þýða meiri einangrun og að efnahagslíf landsins gæti lent í erfiðleikum vegna þessarar ákvörðunar, um langa framtíð. Augljóst hefði verið að Cameron hefði verið að taka hagsmuni breskra Íhaldsmanna fram yfir almannahagsmuni. Hægt er að fylgjast með umræðum breska þinginu, þar sem Cameron ver ákvörðun sína, inn á vefsíðu BBC. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun sína um að standa fyrir utan samkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja, um aðgerðir til þess að koma á stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, hafa verið tekna með hagsmuni Bretlands í huga. „Þetta var rétt ákvörðun fyrir Bretland og mun skipta sköpum til framtíðar," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni. Hann sagði ákvörðunina ekki skilja Bretland eftir á köldum klaka í efnahagslegu tilliti, og hún útilokaði heldur ekki frekara samstarf á vettvangi Evrópusamstarfsins. „Þetta þýðir ekki neina einangrun, heldur er einfaldlega rökrétt ákvörðun út frá hagsmunum Bretlands,“ sagði Cameron um ákvörðun sína. Samkomulag náðist hjá 26 þjóðum af 27 um aðgerðir til þess að stuðla að meiri stöðugleika á Evrópusambandsins, þar með talið að gera þjóðum erfiðara um vik að skuldsetja ríkissjóði. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í ræðu sinni, sem var mótsvar við ávarpi Cameron, að mikil mistök hefðu verið gerð. "Forsætisráðherra hefur gert mestu mistök sem leiðtogi Bretlands hefur gert í Evrópumálum, í heila kynslóð," sagði Miliband. Hann sagði ákvörðun Cameron þýða meiri einangrun og að efnahagslíf landsins gæti lent í erfiðleikum vegna þessarar ákvörðunar, um langa framtíð. Augljóst hefði verið að Cameron hefði verið að taka hagsmuni breskra Íhaldsmanna fram yfir almannahagsmuni. Hægt er að fylgjast með umræðum breska þinginu, þar sem Cameron ver ákvörðun sína, inn á vefsíðu BBC.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira