Birna Einars: Erfitt að koma peningum í vinnu í útlánum Hafsteinn Hauksson skrifar 21. nóvember 2011 09:30 Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. „Við höfum ekki haft leyfi til að greiða út arð, svo það hafa engar eðlilegar arðgreiðslur átt sér stað og hagnaðurinn bætist við eigið féð," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hún segir að bankinn hafi haft góða arðsemi eiginfjár undanfarin misseri, bæði vegna endurmats lánasafna upp á við og vegna rekstursins. „Þegar við erum að tala um arðsemi þessara banka, þá verðum við að hafa í huga að þetta eru mjög stór fyrirtæki. Þótt hagnaðurinn telji í milljörðum, þá verður hann að gera það ef við ætlum að sýna eðlilega arðsemi á það eigið fé sem okkur er treyst fyrir." Aðrir bankastjórar hafa talað um að þeir eigi nóg lausafé sem þeir vildu glaðir koma í útlán, en það gangi hins vegar erfiðlega. Birna tekur undir þetta. „Algjörlega. Við höfum oft nefnt það að það er mjög lítil eftirspurn eftir nýjum útlánum. Ein ástæðan fyrir því er sú að heimili og fyrirtæki eru mjög skuldsett, svo það er lítið rými fyrir viðbótarlánveitingum. Svo eru ýmis pólitísk áhrif; til dæmis hefur sjávarútvegurinn lítið fjárfest því það er óvissa þar í kring. Svo er kvartað undan litlum framkvæmdum, svo það er líka ástæðan." Sjá má viðtalið við Birnu í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. „Við höfum ekki haft leyfi til að greiða út arð, svo það hafa engar eðlilegar arðgreiðslur átt sér stað og hagnaðurinn bætist við eigið féð," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hún segir að bankinn hafi haft góða arðsemi eiginfjár undanfarin misseri, bæði vegna endurmats lánasafna upp á við og vegna rekstursins. „Þegar við erum að tala um arðsemi þessara banka, þá verðum við að hafa í huga að þetta eru mjög stór fyrirtæki. Þótt hagnaðurinn telji í milljörðum, þá verður hann að gera það ef við ætlum að sýna eðlilega arðsemi á það eigið fé sem okkur er treyst fyrir." Aðrir bankastjórar hafa talað um að þeir eigi nóg lausafé sem þeir vildu glaðir koma í útlán, en það gangi hins vegar erfiðlega. Birna tekur undir þetta. „Algjörlega. Við höfum oft nefnt það að það er mjög lítil eftirspurn eftir nýjum útlánum. Ein ástæðan fyrir því er sú að heimili og fyrirtæki eru mjög skuldsett, svo það er lítið rými fyrir viðbótarlánveitingum. Svo eru ýmis pólitísk áhrif; til dæmis hefur sjávarútvegurinn lítið fjárfest því það er óvissa þar í kring. Svo er kvartað undan litlum framkvæmdum, svo það er líka ástæðan." Sjá má viðtalið við Birnu í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent