Körfubolti

Sundsvall missti toppsætið og Jämtland tapaði líka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson skoraði 22 stig í kvöld.
Brynjar Þór Björnsson skoraði 22 stig í kvöld. Mynd/Anton
Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Jämtland Basket töpuðu bæði sínum leikjum í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundvall tapaði toppslagnum á móti Norrköping Dolphins og missti fyrir vikið toppsætið til Háhyrninganna.  

Sundsvall Dragons töpuðu með tveimur stigum á móti Norrköping Dolphins, 80-82, í uppgjöri tveggja efstu liðanna en Sundsvall-liðið byrjaði leikinn illa og var 14 stigum undir í hálfleik.

Pavel Ermolinskij var með 19 stig fyrir Sundsvall, Hlynur Bæringsson skoraði 11 stig og tók 6 fráköst og Jakob Örn Sigurðarson var með 7 stig og 4 stoðsendingar. Pavel hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í þessum leik.

Norrköping Dolphins fór á toppinn með þessum sigri og hefur nú tveimur stigum meira en Sundsvall sem hafði unnið þrjá leiki í röð.

Brynjar Þór Björnsson skoraði 22 stig á aðeins 26 mínútum þegar Jämtland Basket tapaði 86-96 á útivelli á móti Uppsala Basket. Brynjar hitti úr 5 af 10 þriggja stiga skotum sínum og var með 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 5 villur í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×