Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi, segir að breyting á stjórnkerfi fiskveiða, í takt við framlögð frumvörp þar um, geti haft gríðarlega mikil áhrif á sjávarútveginn til hins verra og í reynd „eyðilagt hann". Ekki síst er það bann við framsali á aflaheimildum sem geti grafið undan greininni og farið langt með að eyða framlegð í greininni.
Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Þorvarð í viðtalsþættinum Klinkinu á viðskiptavef Vísis.is.
Deloitte vann nýverið skýrslu fyrir LÍÚ þar sem fram kemur að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, í takt við frumvörp sem lögð hafa verið fram, geti stórskaðað greinina og valdið 320 milljarða tjóni, þegar allt er tekið.
Þorvarður segist enn fremur óttast að neikvæð áhrif á sjávarútveginn geti haft mikil áhrif á landsframleiðslu og hagvöxt í ljósi þess hve umfang sjávarútvegsins í íslensku hagkerfi er mikið.
Sjá má viðtalið í heild sinni hér.
