Körfubolti

Haukur Helgi og Jón Arnór báðir stigalausir í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson komust hvorugir á blað í leikjum sinna liða í spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í dag og voru báðir íslensku landsliðsmennirnir í miklum villuvandræðum. Haukur Helgi og félagar í Assignia Manresa unnu góðan sigur en Jón Arnór og félagar í CAI Zaragoza þurftu að sætta sig við stórt tap.

Haukur Helgi Pálsson byrjaði á bekknum í fyrsta sinn í vetur þegar Assignia Manresa vann 69-60 heimasigur á Gran Canaria 2014. Haukur Helgi kom greinilega alltof æstur inn því hann fékk 4 villur á þeim tæpu 5 mínútum sem hann spilaði. Tölfræðilína Hauks var annars alveg tóm.

Jón Arnór Stefánsson og félagar áttu ekki möguleika í sterkt lið Unicaja á útivelli og Unicaja vann 79-57 sigur. Jón Arnór fékk 3 villur á þeim tæpu þremur mínútum sem hann spilaði og klikkaði á báðum skotum sínum. Jón Arnór tapaði líka einum bolta og fékk -6 í spænska framlaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×