Handbolti

Snorri Steinn skoraði ellefu mörk í sigri AG - tuttugu íslensk mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Ole Nielsen
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði ellefu mörk fyrir AG Kaupmannahöfn í dag þegar liðið vann 37-29 útisigur á Århus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Ísland átti tvo markahæstu leikmennina í liði AG því Guðjón Valur Sigurðsson var næstmarkahæstur í liði AG með 6 mörk. Arnór Atlason skoraði 3 mörk og því voru íslensku mörkin 20 talsins í þessum leik.

Kasper Hvidt stóð sig einnig mjög vel í markinu og var besti maður liðsins ásamt Snorra Stein en Snorri hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins.

AG hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en liðið vann 28-20 sigur á Skjern um síðustu helgi og hafði unnið TMS Ringsted 40-27 í bikarleik

Þetta er annar deildarleikurinn í röð sem Snorri og Guðjón Valur eru tveir markahæstu leikmenn AG en Snorri skoraði 7 mörk á móti Skjern og Guðjón Valur var þá líka með 6 mörk eins og í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×