Handbolti

Sigurbergur að gera góða hluti í Sviss

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson í leik með Haukum.
Sigurbergur Sveinsson í leik með Haukum. Mynd. / Anton
Handknattleiksmaðurinn Sigurbergur Sveinsson er að gera það virkilega gott í svissnesku úrvalsdeildinni með félagi sínu RTV Basel, en hann gerði sex mörk þegar liðið gerði jafntefli, 23-23, við Kriens-Luzern.

Sigurbergur var atkvæðamestur hjá Basel og hefur farið mikinn með félaginu það sem af er leiktíðar. 

Basel jafnaði metinn rétt fyrir leikslok, en þeir höfðu haft undirtökin nánast allan leikinn. Sigurbergur og félagar fengu þar með sitt fyrsta stig í deildarkeppninni, en áður hafði liðið tapað tveimur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×