Handbolti

Björgvin þreytti frumraun sína í þýsku úrvalsdeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin fagnar í landsleik.
Björgvin fagnar í landsleik.
Björgvin Páll Gústavsson hóf feril sinn í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik með því að verja vítakast. Björgvin fékk að reyna sig í einu víti í leik Magdeburg og Göppingen í dag. Hann afgreiddi það verkefni með stæl.

Björgvin varði vítið þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og Magdeburg þrem mörkum yfir. Magdeburg vann leikinn, 25-22.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar sem lagði Hildesheim, 30-28.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Fuchse Berlin sem vann torsóttan sigur, 28-31, gegn Hannover-Burgdorf. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Hannes Jón Jónsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Hannover. Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×