Handbolti

Hlynur og Anton komust í lokahóp dómara fyrir EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anton Gylfi Pálsson ræðir við Einar Jónsson, þjálfara Fram.
Anton Gylfi Pálsson ræðir við Einar Jónsson, þjálfara Fram. Mynd/Daníel
Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í dag þau fimmtán dómarapör sem komust í lokaúrtökuhópinn fyrir Evrópumeistaramótið í Serbíu sem fer fram í janúar næstkomandi.

Anton og Hlynur hafa lengi verið meðal bestu dómara Íslands og dæmt marga stórleiki í Evrópukeppnum félagsliða og Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum. Þeir eiga þó enn eftir að dæma á stórmóti landsliða.

Þeir félagar tóku þátt í námskeiði í Vínarborg um síðustu helgi þar sem sextán dómarapör hlustuðu á fyrirlestra og gengust undir hin ýmsu próf. Síðan þá hefur eitt par dottið úr skaftinu.

Af dómarapörunum fimmtán sem voru tilkynnt í dag munu tólf svo dæma í Serbíu. Nöfn þeirra verða tilkynnt í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×