Handbolti

AGK mætir Kiel í úrslitaleiknum í Schlecker-bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Ole Nielsen
AG Kaupmannahöfn vann tvo sigra í Schlecker-bikarnum í gær og tryggði sér sæti í úrslitaleik mótsins sem verður á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel sem unnu tvo örugga sigra í sínum leikjum.

AGK vann 27-25 sigur á þýska liðinu Füchse Berlin í fyrri leiknum og 39-28 sigur á franska liðinu Montpellier í seinni leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 4 mörk á móti Füchse og Guðjón Valur var með 2 mörk. Guðjón Valur skoraði 6 mörk á móti Montpellier en Snorri Steinn var þá með 3 mörk.

Ólafur Stefánsson og Arnór Atlason hvíldu í báðum leikjum og hinn stórefnilegi Mads Larsen nýtti spilatímann vel og var markahæstur í báðum leikjum með átta mörk.

Kiel vann 32-25 sigur á ungverska liðinu MKB Veszprem og 35-27 sigur á spænska liðinu Granollers. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark í báðum leikjunum.

Montpellier og BM Granollers spila um fimmta sætið á mótinu, Füchse Berlin og MKB Veszprem spila um bronsið og úrsltialeikurinn er síðan eins og áður sagði á milli AG Kaupmannahöfn og Kiel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×