Vettel: Spa draumabraut ökumanna 24. ágúst 2011 17:30 Sebastian Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með Red Bull liðinu, sem er efst í stigamóti bílasmiða. Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að Spa brautin í Belgíu sem verður notuð um næstu helgi sé draumur fyrir ökumenn. Vettel hefur gott forskot í stigamóti ökumanna fyrir tólfta mót ársins um næstu helgi, en Mark Webber hjá Red Bull er í öðru sæti og Lewis Hamilton hjá McLaren í því þriðja. Mótið á Spa brautinni er það tólfta af nítjan á þessu keppnistímabili. „Spa brautin hefur allt upp á bjóða sem ökumenn dreymir um. Ótrúlega hraðar beygjur og hæga kafla. Vegna veðursins geta verið óvæntar uppákomur. Það getur verið rigning eina mínútuna og sólskin þá næstu. Brautin er ein af þeim sem er í uppáhaldi hjá mér", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Eau Rogue og Blanchimont beygjurnar eru hápunktar. Í þurru er hægt að keyra þær án vandamála, en í bleytu er þetta önnur saga og það þarf kjark til að aka þær á fullri gjöf. Uppáhaldshluti minn er tvöfalda vinstri beygjan Pouhon. Maður er í sjötta gír, slær af í augnablik og er svo í 280 i beygjunni. Síðasti hlutinn er vandasamur, þar sem bíllinn togast í allar áttir og það þarf fullkomna einbeitingu til að halda honum á brautinni." Vettel mætir eins og aðrir ökumenn endurnærður til leiks á Spa brautina eftir 3 vikna sumarfrí keppnisliða í ágúst. „Það hefur verið frábært að fá frí í sólinni og að geta slakað á við iðkunn vatnaíþrótta, en ég get ekki beðið eftir að komast aftur um borð í bílinn" sagði Vettel. Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að Spa brautin í Belgíu sem verður notuð um næstu helgi sé draumur fyrir ökumenn. Vettel hefur gott forskot í stigamóti ökumanna fyrir tólfta mót ársins um næstu helgi, en Mark Webber hjá Red Bull er í öðru sæti og Lewis Hamilton hjá McLaren í því þriðja. Mótið á Spa brautinni er það tólfta af nítjan á þessu keppnistímabili. „Spa brautin hefur allt upp á bjóða sem ökumenn dreymir um. Ótrúlega hraðar beygjur og hæga kafla. Vegna veðursins geta verið óvæntar uppákomur. Það getur verið rigning eina mínútuna og sólskin þá næstu. Brautin er ein af þeim sem er í uppáhaldi hjá mér", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Eau Rogue og Blanchimont beygjurnar eru hápunktar. Í þurru er hægt að keyra þær án vandamála, en í bleytu er þetta önnur saga og það þarf kjark til að aka þær á fullri gjöf. Uppáhaldshluti minn er tvöfalda vinstri beygjan Pouhon. Maður er í sjötta gír, slær af í augnablik og er svo í 280 i beygjunni. Síðasti hlutinn er vandasamur, þar sem bíllinn togast í allar áttir og það þarf fullkomna einbeitingu til að halda honum á brautinni." Vettel mætir eins og aðrir ökumenn endurnærður til leiks á Spa brautina eftir 3 vikna sumarfrí keppnisliða í ágúst. „Það hefur verið frábært að fá frí í sólinni og að geta slakað á við iðkunn vatnaíþrótta, en ég get ekki beðið eftir að komast aftur um borð í bílinn" sagði Vettel.
Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira