Óreiða Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og arkitekt. skrifa 25. ágúst 2011 22:25 Ég veit að margir halda að langvarandi fjármálaóreiða og stórfelldar skuldir valdi einungis nauðungaruppboði hjá fólki. Það hélt ég líka. Ég hef tekið þátt í umræðunni undanfarið og reynt að varpa ljósi á viðskipti mín við lánadrottna og kröfuhafa. Ég vonaði að með því að stíga fram gæti ég opnað augu einhverra fyrir því við hvað og hverja er að fást. Ég finn aftur á móti að ég hef uppskorið meira af vorkunsemi en skilningi hjá mörgum. Flestir sem eru komnir í skuldavanda velja að bera harm sinn í hljóði. Skömmin og hjálparleysið sem fólk fyllist brýtur það niður og tekur frá því þrótt og þor. Óttinn við vorkunsemi og niðurlægingu veldur því að það velur að þegja. Þetta er slæmt því það lýsir ákveðnu viðhorfi sem þarf að breyta. Talið er að 30-50 þúsund heimili í landinu séu í skuldavanda. Ég hef ákveðið að birta hér tölvusamskipti mín við Arionbanka vegna 6 milljón króna láns sem upphaflega var 4,6 milljónir. Þau eru of löng til að birta þau í heild en ég vona að þau varpi ljósi á viðskiptin. Ég hef líka tekið nöfn starfsmanna bankans út.Svona verður maður gjaldþrota Tölvupóstssamskipti:18.maí 2010 ÓGV: Ég heyri í fréttum að þið eruð að bjóða fólki lausnir í lánamálum. Ég er með lán í bankanum sem er komið í tæpar 6 milljónir.. Bak við 6 millj. kr. lánið eru tvö tryggingarbréf með veði í íbðúðinni minni. Þau koma á eftir láni í Frjálsa sem er núna komið í milli 24,5 millj. Fasteignamat íbúðarinnar er 22,7 millj. HVAÐ GETUR ARIONBANKI BOÐIÐ MÉR? Yfirmaður S: Lánið tilheyrir slitastjórn Spron, en er í okkar umsjá. Við getum kannað hvað þeir vilja gera í stöðunni þar sem þetta er umfram 110% af verðmæti fasteignar. Til grundvallar þurfa að liggja ýmis gögn, ss. greiðslumat ofl. Þjónusturáðgjafi verður í sambandi við þig á næstu dögum varðandi þau gögn sem við þurfum til að geta lagt málið fyrir fund hjá þeim. Starfsmaður A: Sæl,ég ætla að senda þér póst þar sem fram koma uppl. um þau gögn sem þú þarft að skila inn vegna greiðslumats svo hægt sé að sjá hvaða lausnir henta í þínu tilfelli. Endilega safnaðu saman umbeðnum gögnum og komdu þeim til okkar. 20 maí 2010 ÓGV: Sæl. Ég er að bíða eftir póstinum með upplýsingunum. A: Sæl, vonandi skilar hann sér núna, þetta er sent frá okkur í gengum innra netið og hefur aldrei áður misfarist hjá mér. Það á reyndar eftir að uppfæra þennan póst, þar kemur fram að skila eigi 2 launaseðlum, en við viljum fá 6 síðustu launaseðla og einnig 3 síðustu skattaskýrslur en ekki bara þá síðustu. 21 júní 2010 ÓGV: Sæl. Ég er að taka saman gögnin. Geturður sagt mér hvað svona ferli tekur langan tíma þegar öll gögn hafa borist??? A: Sæl, það getur tekið 1-2 mán. jafnvel lengur núna yfir sumartímann, því miður. 25. ágúst 2010 ÓGV: Sæl. Nú ætla ég drífa í að taka saman gögnin fyrir þig. Hvar ertu staðsett???? Er ekki rétt að þú þarft að fá launaseððla síðusstu 6 mán. og skattaskýrslur síðustu 3 ár? Er eitthvað annað???A: Sæl, hér kemur gátlisti fyrir það sem á að skila inn og einnig tvö blöð í excelskjali sem þú þarft að fylla út. Þú skilar svo gögnunum inn til okkar hér í útibúinu við Hlemm. 6. september 2010 ÓGV: Sæl og blessuð. Vonandi hafa þér borist gögnin frá mér sem ég kom með í bankann sl. föstudag. Láttu mig vita sem fyrst ef þig vantar fleiri gögn. Mig langar til að vita hvað þetta tekur langan tíma hjá ykkur þar sem róðurinn er að þyngjast verulega hjá mér. 15. september 2010 OGV: Sæl og blessuð. Mig langartið að fá staðfest að þú hafir fengið gögnin frá mér og að vita hvar mín mál standa. A: Sæl, jú greiðslumatið er í vinnslu og ég hef svo samband þegar ég hef skoðað útkomuna. Við erum fáliðuð akkúrat þessar vikurnar og því er þetta ekki komið lengra í ferlinu en það. 6. október 2010 A: Sæl. Ég er búin að fara með þitt mál fyrir lánafund hjá okkur og er óskað eftir frekari gögnum, vinsamlega sendu mér ársreikning fyrir [fyrirtækið þitt]. 13. október 2010 Ítrekun frá A: Sæl, getur þú kannað eftirfarandi beiðni frá mér og svarað mér svo möguleiki sé fyrir mig að vinna áfram að þínum málum. ÓGV: Sæl. PWC hefur verið að ganga frá ársreikningnum ég skutla honum til þín á morgun. Hvers vegna þurfið þið hann??? Hvaða valkostir er í boði eftir að skoðun á mínum málum hefur farið fram????. A: Sæl, þetta er í raun bara hluti af skoðun okkar á eignastöðu þinni og þar sem fyrirtækið er hluti af eignum þínum verðum við að fá ársreikning. Ef við höfum raunverulega og rétta mynd af stöðu viðskiptavina gefur það okkur betri kost á að finna réttu lausnirnar, ef við höfum það ekki er hin raunverulega staða fólks ekki rétt og því meiri líkur á að rétt lausn finnist. Ég fer svo yfir þetta með þér og við skoðum þau úrræði sem í boði eru samhliða því.4. nóvember 2010 A: Sæl, nú er ég búin að skoða greiðslumatið og ársreikninginn, greiðslumatið kemur því miður of neikvætt út miðað við þær tekjur sem þú hefur hjá fyrirtæki þínu. Ertu að fá einhverjar fleiri greiðslur frá því sem greiðir niður kostnað hjá þér eða er eitthvað svigrúm fyrir þig að greiða þér hærri laun, til dæmis með arðgreiðslum eða launahækkun. Þú ert velkomin til mín og við getum farið betur yfir þetta og þau úrræði sem þú mögulega gætir nýtt þér.28. desember 2010 ÓGV til yfirmanns S: Sæll og gleðilega hátíð. Yfirdráttarheimild á bankareikningnum mínum fellur niður 3. janúar 2011. Hvað ætlar bankinn að gera? Framlengja hana í 2 ár?S: Sæl, sömuleiðis, Sé að mál þín eru í vinnslu hér í bankanum. Ég framl. þessu í 2 mánuði. 27. janúar 2011 ÓGV: Sæll. Bara svo að þú vitir það þá er bankinn ekkert að gera fyrir mig. Þið hafið ekki boðið mér neinar lausnir. Mér þætti því gott að vera ekki alltaf að betla um að halda yfirdráttarheimildinni minni 2 mánuði í senn. Ég þarf hana til lengri tíma fyrst ekki er um aðrar leiðir að ræða. Ég á nóg með lánin, að halda húsnæðinu, hafa í mig og á og að mennta börnin mín. S: Sæl, Ég sé að óskað var eftir gögnum frá þér (ársreikningi félagsins) fyrir áramótin, en hann hefur ekki borist til Andreu sem var að skoða þín mál. Vinsamlegast komdu þessu til hennar svo hægt sé að klára málið. Við gætum sett heimild félagsins í lánasamning til nokkura ára á góðum kjörum til að létta róðurinn, hvernig hljómar það? Ég framl. þína heimild óbr. í 2 mán. ÓGV: Ég skilaði ársreikninginum í afgreiðslunni og því var lofað að honum yrði komið til hennar. Í kjölfarið fékk ég tölvupóst frá henni sem ég áframsendi á þig á eftir. Það er aðallega skuldabréfalánið og yfirdrátturinn minn hjá ykkur sem er mér erfiður. S: Sæl. Heyrði í A, hún ætlar að skoða þetta nánar og verður í sambandi. Aftur á byrjunarreit15. febrúar 2011 A: Sæl,S bað mig að fara betur yfir þín mál. Hugsanlega væri best að þú kæmir í viðtal svo við gætum farið yfir þín mál betur og færum yfir stöðuna, það er auðvitað alltaf möguleiki að óska eftir 110% leiðréttingu en þá vantar mig ákveðin gögn, stöðu á láni hjá Frjálsa þann 1 jan 2011 og síðan vantar mig staðgreiðsluskrá sem finna má inn á vef skattstj. Inn á þínu vefsvæði á skattur.is - er möguleiki að þú nálgist þessar uppl. og sendir á mig og við getum byrjað á að skoða 110% leiðina fyrst. Ef þú vill jafnframt fara betur yfir þessi mál væri fínt að þú nefndir tíma til að byrja með. 16. febrúar 2011 ÓGV: Sæl. Þú ert með allar upplýsingar um íbúðina mína og þau lán sem ég er að borga af. Ég er margbúin að senda þér þær. Ég hef alltaf verið að tala um 110% leiðina og vísa aftur í gögn af heimasíðu ykkar hér neðst á síðunni. Ég skil ekki hvað vandamálið er hjá ykkur. Það er ekkert sem kemur fram um tekjur þar. Launin mín duga varla til að borga af lánum sem ég er með það ættir þú löngu að vera búin að sjá og nú er ég að komast í vanskil með lánið há ykkur. Ég get ekki haldið endalaust áfram að tína í ykkur gögn það er þá bara betra að fá að vita strax að þið ætlið ekkert að gera svo ég geti snúið mér annað. A: Sæl, 110% var ekki í boði aftur fyrr en núna í janúar sl. og því miður þá er ég ekki alveg með öll gögn sem nú er krafist samkvæmt þessu úrræði. Eins og ég nefni hér að neðan þá vantar mig staðgreiðsluskrá fyrir árið 2010, endilega sendu mér hana með tölvupósti, hægt er að nálgast hana á vef skattsins, https://secure.rsk.is/Thjonustusidur/Vefur/ jafnframt er bara um þau lán að ræða sem eru til útreiknings á vaxtabótum. Endilega sendu mér umbeðin gögn og ég geng frá beiðninni og sendi á Dróma. 17. febrúar 2011 ÓGV: Sæl aftur. Bara rétt að minna á að ég á tölvupóst frá S frá 18. maí 2010 þar sem hann talar um 110% leiðina. Þýðir þetta með vaxtabæturnar að lánið hjá ykkur er ekki inni í þessu tækifæri? 18. febrúar 2010 A: Sæl, við skulum bara láta á það reyna og senda beiðni á Dróma um 110% leiðréttingu, en ég get það ekki fyrr en ég er komin með staðgreiðsluskránna fyrir árið 2010 frá þér. 17. maí 2011 ÓGV á S yfirmann og afrit á bankastjórann: Sæll Vísa í þennan ársgamla tölvupóst og óska eftir að ég fái sömu fyrirgreiðslu og aðrir launþegar [lánþegar] og felld verði niður skuld sem er umfram 110% af verðmæti fasteignar minnar. Ég óska eftir að erindi mitt fái markvissa afgreiðslu og verði afgreitt án frekari tafar en það hefur verið að velkjast hjá ykkur í ár núna. Eins og áður hefur komið fram átti ég 30 ára farsæl og ánægjuleg viðskipti við SPRON en viðskipti mín við Arionbanka hafa einkennst af hroka, virðingarleysi og niðurlægingu þess sem valdið hefur við þann sem skuldar, alveg frá upphafi. A: Sæl Ólöf Guðný Ég sendi á þig þennan póst þann 18 feb. Sl. þar sem ég óska eftir að þú sendir á mig staðgreiðsluskrá, nú á hins vegar eru flestir búnir að skila inn skattaskýrslu sl. árs og því væri fínt að þú sendir mér hana í staðin fyrir staðgreiðsluskránna, ef skattask. er ekki tilbúin verð ég að fá staðgreiðsluskránna og jafnframt einnig skattask. sem skilað var sl. ár. Það er mjög mikilvægt að fá þessi gögn því að öðrum kosti get ég ekki unnið málið og er það jafnframt ástæðan fyrir því að ekkert hefur enn gerst hér hjá okkur. 19. maí 2011 Umboðsmaður viðskiptavina H: Sæl Ólöf Guðný. ... bankastjóri fól mér að kanna vinnslu máls þíns hjá útibúinu í framhaldi af pósti þínum. A í útibúinu hefur nú staðfest við mig að málið sé í vinnslu en það vanti frá þér gögn svo hægt sé að klára málið.Ég bið þig um að vera í góðu sambandi við A svo klára megi málið hratt og vel.9. júní 2011 ÓGV: Sæll H. Er eitthvað að gerast í mínum lánamálum hjá bankanum? Er bankinn tilbúinn að semja við mig um lánin mín í bankanum? Er verið að vinna að einhverjum heildarlausnum fyrir lántakendur í bankanum sem eiga erfitt með að standa í skilum? Hyggst bankinn grípa til aðgerða eins og Landsbankinn hefur gert fyrir sína lántakendur eða sambærilegta aðgerða? Ég er í viðræðum við umboðsmann skuldara og ef ekkert gerist í lánamálum mínum á næstu dögum neyðist ég til að láta umboðsmann greiða úr lánamálum mínum. H: Ég fékk fyrir stuttu síðan staðfestingu á því að það væri verið að skoða þín mál í útibúi bankans á Hlemmi, en þá virtist vanta frá þér gögn svo hægt væri að klára málið. Ég mun senda útibúinu á fyrirspurn vegna málsins 10 júní 2011 A: Sæl Ólöf Guðný Beiðni þín vegna 110% leiðréttingar hefur verið í vinnslu hjá Dróma hf. (Spron lán og Frjálsa lán), ég fékk uppl. í gær að beiðnin vegna 110% leiðréttingar færi fyrir lánafund hjá þeim á þriðjudag, en fékk jafnframt uppl. um það að litlar líkur væru á því að þetta yrði samþykkt þar sem að lánið er ekki skráð sem íbúðalán í skattaskýrslu. En varðandi Frjálsa lánin sem eru á undan á veðréttinum er enn í skoðun og fer svo vonandi fljótlega fyrir fund hjá þeim. Viltu koma til mín í útibúið við Hlemm og ég get farið fyrir þetta betur með þér ef þú vilt? Ef svo er skulum við finna tíma sem hentar okkur báðum.14. júní 2011ÓGV: Sæl A. Mér finnst þetta afar skýrt og ekki þarfnast frekari útskýringa. A: Það er ljómandi fínt, sendi á þig uppl. um leið og ég frétti frá Frjálsa. 20.júní 2011 Þann 20. júní 2011 sendi ég bankastjóra Arionbanka neðangreindan tölvupóst og tilkynnti jafnframt að ég hefði falið umboðsmanni skuldara að sjá um lánamálin mín gagnvart lánadrottnum. Nú eru þrjú ár síðan SPRON féll. Þá þegar var ég í viðræðum við bankann um frystingu á láni sem nú er hjá Arionbanka. Lítið hefur gengið að semja um mín mál í bankanum og yfirleitt að eiga þar góð viðskipti allt frá fyrstu komu minni í bankann. Ég kalla nú ekki allt ömmu mína en síðast þegar ég kom í Arionbanka fór ég grátandi út svo nærri mér hefur verið gengið í viðskiptum mínum við bankann. Niðurlægingin og virðingarleysið er algert. Ég fékk reyndar smá uppreisn æru þegar ég, fyrir ári síðan, kom með upptökutæki í bankann og ætlaði að taka upp fund með starfsmanni bankans en þá snérust leikar óvænt við um stundarsakir. Það var líka leiðinlegt. Ég sé fram á að með sama áframhaldi tekst bankanum hægt og rólega að ganga það nærri mér að ég missi heimilið mitt í ykkar hendur. Bankinn getur reyndar tekið af mér íbúðina með einu pennastriki ef ekki er vilji til að semja við mig um lánin mín eða horfast í augu við að heildarskuldabirði mín er of mikil hvað sem líður skattaskýrslum og tegundum á veðum. Ég hef því falið Umboðsmanni skuldara að sjá um lánamál mín gagnvart lánadrottnunum.23. júní 2011 A: Sæl, fékk senda til mín í morgun formlega höfnun frá Dróma vegna 110% leiðréttingar, bæði vegna Spron lánanna og einnig vegna Frjálsa lánanna þar sem þau voru innan veðrýmis (innan 110%).ÓGV: Sæl. Geturðu sent mér afrit af forsendunum og útreikningunum nefndarinnar? 24. júní 2011 A: Sæl, því miður er reglan sú að þessi gögn fara ekki út úr húsi, en þér er velkomið að koma og skoða þetta hjá mér. Þann 5. júlí 2011 eða 12 dögum seinna fæ ég löginnheimtu frá Dróma hf. Löginnheimtan endar á þessum orðum: ,,Hér er skorað á yður að greiða skuldina eða semja um geiðslu hennar innan 15 daga frá móttöku greiðsluáskorunar þessar. Að þeim tíma liðnum verður krafist aðfarar fyrir skuldinni hjá yður án frekari tilkynninga." Allt vegna fimm afborgana af einu láni sem ég taldi mig vera að reyna að semja um allan tímann. Þetta er gert þrátt fyrir að ég hafi tilkynnt formlega að ég hefði falið umboðamanni skuldara að greiða úr lánamálum mínum og væri í skuldaskjóli. Hefði ég trúað í blindni að bankinn vildi semja við mig eins og margir hafa gert væri íbúðin mín líklega á nauðungaruppboði núna. Það er ekki fyrir venjulegt fólk að eiga í svona viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég veit að margir halda að langvarandi fjármálaóreiða og stórfelldar skuldir valdi einungis nauðungaruppboði hjá fólki. Það hélt ég líka. Ég hef tekið þátt í umræðunni undanfarið og reynt að varpa ljósi á viðskipti mín við lánadrottna og kröfuhafa. Ég vonaði að með því að stíga fram gæti ég opnað augu einhverra fyrir því við hvað og hverja er að fást. Ég finn aftur á móti að ég hef uppskorið meira af vorkunsemi en skilningi hjá mörgum. Flestir sem eru komnir í skuldavanda velja að bera harm sinn í hljóði. Skömmin og hjálparleysið sem fólk fyllist brýtur það niður og tekur frá því þrótt og þor. Óttinn við vorkunsemi og niðurlægingu veldur því að það velur að þegja. Þetta er slæmt því það lýsir ákveðnu viðhorfi sem þarf að breyta. Talið er að 30-50 þúsund heimili í landinu séu í skuldavanda. Ég hef ákveðið að birta hér tölvusamskipti mín við Arionbanka vegna 6 milljón króna láns sem upphaflega var 4,6 milljónir. Þau eru of löng til að birta þau í heild en ég vona að þau varpi ljósi á viðskiptin. Ég hef líka tekið nöfn starfsmanna bankans út.Svona verður maður gjaldþrota Tölvupóstssamskipti:18.maí 2010 ÓGV: Ég heyri í fréttum að þið eruð að bjóða fólki lausnir í lánamálum. Ég er með lán í bankanum sem er komið í tæpar 6 milljónir.. Bak við 6 millj. kr. lánið eru tvö tryggingarbréf með veði í íbðúðinni minni. Þau koma á eftir láni í Frjálsa sem er núna komið í milli 24,5 millj. Fasteignamat íbúðarinnar er 22,7 millj. HVAÐ GETUR ARIONBANKI BOÐIÐ MÉR? Yfirmaður S: Lánið tilheyrir slitastjórn Spron, en er í okkar umsjá. Við getum kannað hvað þeir vilja gera í stöðunni þar sem þetta er umfram 110% af verðmæti fasteignar. Til grundvallar þurfa að liggja ýmis gögn, ss. greiðslumat ofl. Þjónusturáðgjafi verður í sambandi við þig á næstu dögum varðandi þau gögn sem við þurfum til að geta lagt málið fyrir fund hjá þeim. Starfsmaður A: Sæl,ég ætla að senda þér póst þar sem fram koma uppl. um þau gögn sem þú þarft að skila inn vegna greiðslumats svo hægt sé að sjá hvaða lausnir henta í þínu tilfelli. Endilega safnaðu saman umbeðnum gögnum og komdu þeim til okkar. 20 maí 2010 ÓGV: Sæl. Ég er að bíða eftir póstinum með upplýsingunum. A: Sæl, vonandi skilar hann sér núna, þetta er sent frá okkur í gengum innra netið og hefur aldrei áður misfarist hjá mér. Það á reyndar eftir að uppfæra þennan póst, þar kemur fram að skila eigi 2 launaseðlum, en við viljum fá 6 síðustu launaseðla og einnig 3 síðustu skattaskýrslur en ekki bara þá síðustu. 21 júní 2010 ÓGV: Sæl. Ég er að taka saman gögnin. Geturður sagt mér hvað svona ferli tekur langan tíma þegar öll gögn hafa borist??? A: Sæl, það getur tekið 1-2 mán. jafnvel lengur núna yfir sumartímann, því miður. 25. ágúst 2010 ÓGV: Sæl. Nú ætla ég drífa í að taka saman gögnin fyrir þig. Hvar ertu staðsett???? Er ekki rétt að þú þarft að fá launaseððla síðusstu 6 mán. og skattaskýrslur síðustu 3 ár? Er eitthvað annað???A: Sæl, hér kemur gátlisti fyrir það sem á að skila inn og einnig tvö blöð í excelskjali sem þú þarft að fylla út. Þú skilar svo gögnunum inn til okkar hér í útibúinu við Hlemm. 6. september 2010 ÓGV: Sæl og blessuð. Vonandi hafa þér borist gögnin frá mér sem ég kom með í bankann sl. föstudag. Láttu mig vita sem fyrst ef þig vantar fleiri gögn. Mig langar til að vita hvað þetta tekur langan tíma hjá ykkur þar sem róðurinn er að þyngjast verulega hjá mér. 15. september 2010 OGV: Sæl og blessuð. Mig langartið að fá staðfest að þú hafir fengið gögnin frá mér og að vita hvar mín mál standa. A: Sæl, jú greiðslumatið er í vinnslu og ég hef svo samband þegar ég hef skoðað útkomuna. Við erum fáliðuð akkúrat þessar vikurnar og því er þetta ekki komið lengra í ferlinu en það. 6. október 2010 A: Sæl. Ég er búin að fara með þitt mál fyrir lánafund hjá okkur og er óskað eftir frekari gögnum, vinsamlega sendu mér ársreikning fyrir [fyrirtækið þitt]. 13. október 2010 Ítrekun frá A: Sæl, getur þú kannað eftirfarandi beiðni frá mér og svarað mér svo möguleiki sé fyrir mig að vinna áfram að þínum málum. ÓGV: Sæl. PWC hefur verið að ganga frá ársreikningnum ég skutla honum til þín á morgun. Hvers vegna þurfið þið hann??? Hvaða valkostir er í boði eftir að skoðun á mínum málum hefur farið fram????. A: Sæl, þetta er í raun bara hluti af skoðun okkar á eignastöðu þinni og þar sem fyrirtækið er hluti af eignum þínum verðum við að fá ársreikning. Ef við höfum raunverulega og rétta mynd af stöðu viðskiptavina gefur það okkur betri kost á að finna réttu lausnirnar, ef við höfum það ekki er hin raunverulega staða fólks ekki rétt og því meiri líkur á að rétt lausn finnist. Ég fer svo yfir þetta með þér og við skoðum þau úrræði sem í boði eru samhliða því.4. nóvember 2010 A: Sæl, nú er ég búin að skoða greiðslumatið og ársreikninginn, greiðslumatið kemur því miður of neikvætt út miðað við þær tekjur sem þú hefur hjá fyrirtæki þínu. Ertu að fá einhverjar fleiri greiðslur frá því sem greiðir niður kostnað hjá þér eða er eitthvað svigrúm fyrir þig að greiða þér hærri laun, til dæmis með arðgreiðslum eða launahækkun. Þú ert velkomin til mín og við getum farið betur yfir þetta og þau úrræði sem þú mögulega gætir nýtt þér.28. desember 2010 ÓGV til yfirmanns S: Sæll og gleðilega hátíð. Yfirdráttarheimild á bankareikningnum mínum fellur niður 3. janúar 2011. Hvað ætlar bankinn að gera? Framlengja hana í 2 ár?S: Sæl, sömuleiðis, Sé að mál þín eru í vinnslu hér í bankanum. Ég framl. þessu í 2 mánuði. 27. janúar 2011 ÓGV: Sæll. Bara svo að þú vitir það þá er bankinn ekkert að gera fyrir mig. Þið hafið ekki boðið mér neinar lausnir. Mér þætti því gott að vera ekki alltaf að betla um að halda yfirdráttarheimildinni minni 2 mánuði í senn. Ég þarf hana til lengri tíma fyrst ekki er um aðrar leiðir að ræða. Ég á nóg með lánin, að halda húsnæðinu, hafa í mig og á og að mennta börnin mín. S: Sæl, Ég sé að óskað var eftir gögnum frá þér (ársreikningi félagsins) fyrir áramótin, en hann hefur ekki borist til Andreu sem var að skoða þín mál. Vinsamlegast komdu þessu til hennar svo hægt sé að klára málið. Við gætum sett heimild félagsins í lánasamning til nokkura ára á góðum kjörum til að létta róðurinn, hvernig hljómar það? Ég framl. þína heimild óbr. í 2 mán. ÓGV: Ég skilaði ársreikninginum í afgreiðslunni og því var lofað að honum yrði komið til hennar. Í kjölfarið fékk ég tölvupóst frá henni sem ég áframsendi á þig á eftir. Það er aðallega skuldabréfalánið og yfirdrátturinn minn hjá ykkur sem er mér erfiður. S: Sæl. Heyrði í A, hún ætlar að skoða þetta nánar og verður í sambandi. Aftur á byrjunarreit15. febrúar 2011 A: Sæl,S bað mig að fara betur yfir þín mál. Hugsanlega væri best að þú kæmir í viðtal svo við gætum farið yfir þín mál betur og færum yfir stöðuna, það er auðvitað alltaf möguleiki að óska eftir 110% leiðréttingu en þá vantar mig ákveðin gögn, stöðu á láni hjá Frjálsa þann 1 jan 2011 og síðan vantar mig staðgreiðsluskrá sem finna má inn á vef skattstj. Inn á þínu vefsvæði á skattur.is - er möguleiki að þú nálgist þessar uppl. og sendir á mig og við getum byrjað á að skoða 110% leiðina fyrst. Ef þú vill jafnframt fara betur yfir þessi mál væri fínt að þú nefndir tíma til að byrja með. 16. febrúar 2011 ÓGV: Sæl. Þú ert með allar upplýsingar um íbúðina mína og þau lán sem ég er að borga af. Ég er margbúin að senda þér þær. Ég hef alltaf verið að tala um 110% leiðina og vísa aftur í gögn af heimasíðu ykkar hér neðst á síðunni. Ég skil ekki hvað vandamálið er hjá ykkur. Það er ekkert sem kemur fram um tekjur þar. Launin mín duga varla til að borga af lánum sem ég er með það ættir þú löngu að vera búin að sjá og nú er ég að komast í vanskil með lánið há ykkur. Ég get ekki haldið endalaust áfram að tína í ykkur gögn það er þá bara betra að fá að vita strax að þið ætlið ekkert að gera svo ég geti snúið mér annað. A: Sæl, 110% var ekki í boði aftur fyrr en núna í janúar sl. og því miður þá er ég ekki alveg með öll gögn sem nú er krafist samkvæmt þessu úrræði. Eins og ég nefni hér að neðan þá vantar mig staðgreiðsluskrá fyrir árið 2010, endilega sendu mér hana með tölvupósti, hægt er að nálgast hana á vef skattsins, https://secure.rsk.is/Thjonustusidur/Vefur/ jafnframt er bara um þau lán að ræða sem eru til útreiknings á vaxtabótum. Endilega sendu mér umbeðin gögn og ég geng frá beiðninni og sendi á Dróma. 17. febrúar 2011 ÓGV: Sæl aftur. Bara rétt að minna á að ég á tölvupóst frá S frá 18. maí 2010 þar sem hann talar um 110% leiðina. Þýðir þetta með vaxtabæturnar að lánið hjá ykkur er ekki inni í þessu tækifæri? 18. febrúar 2010 A: Sæl, við skulum bara láta á það reyna og senda beiðni á Dróma um 110% leiðréttingu, en ég get það ekki fyrr en ég er komin með staðgreiðsluskránna fyrir árið 2010 frá þér. 17. maí 2011 ÓGV á S yfirmann og afrit á bankastjórann: Sæll Vísa í þennan ársgamla tölvupóst og óska eftir að ég fái sömu fyrirgreiðslu og aðrir launþegar [lánþegar] og felld verði niður skuld sem er umfram 110% af verðmæti fasteignar minnar. Ég óska eftir að erindi mitt fái markvissa afgreiðslu og verði afgreitt án frekari tafar en það hefur verið að velkjast hjá ykkur í ár núna. Eins og áður hefur komið fram átti ég 30 ára farsæl og ánægjuleg viðskipti við SPRON en viðskipti mín við Arionbanka hafa einkennst af hroka, virðingarleysi og niðurlægingu þess sem valdið hefur við þann sem skuldar, alveg frá upphafi. A: Sæl Ólöf Guðný Ég sendi á þig þennan póst þann 18 feb. Sl. þar sem ég óska eftir að þú sendir á mig staðgreiðsluskrá, nú á hins vegar eru flestir búnir að skila inn skattaskýrslu sl. árs og því væri fínt að þú sendir mér hana í staðin fyrir staðgreiðsluskránna, ef skattask. er ekki tilbúin verð ég að fá staðgreiðsluskránna og jafnframt einnig skattask. sem skilað var sl. ár. Það er mjög mikilvægt að fá þessi gögn því að öðrum kosti get ég ekki unnið málið og er það jafnframt ástæðan fyrir því að ekkert hefur enn gerst hér hjá okkur. 19. maí 2011 Umboðsmaður viðskiptavina H: Sæl Ólöf Guðný. ... bankastjóri fól mér að kanna vinnslu máls þíns hjá útibúinu í framhaldi af pósti þínum. A í útibúinu hefur nú staðfest við mig að málið sé í vinnslu en það vanti frá þér gögn svo hægt sé að klára málið.Ég bið þig um að vera í góðu sambandi við A svo klára megi málið hratt og vel.9. júní 2011 ÓGV: Sæll H. Er eitthvað að gerast í mínum lánamálum hjá bankanum? Er bankinn tilbúinn að semja við mig um lánin mín í bankanum? Er verið að vinna að einhverjum heildarlausnum fyrir lántakendur í bankanum sem eiga erfitt með að standa í skilum? Hyggst bankinn grípa til aðgerða eins og Landsbankinn hefur gert fyrir sína lántakendur eða sambærilegta aðgerða? Ég er í viðræðum við umboðsmann skuldara og ef ekkert gerist í lánamálum mínum á næstu dögum neyðist ég til að láta umboðsmann greiða úr lánamálum mínum. H: Ég fékk fyrir stuttu síðan staðfestingu á því að það væri verið að skoða þín mál í útibúi bankans á Hlemmi, en þá virtist vanta frá þér gögn svo hægt væri að klára málið. Ég mun senda útibúinu á fyrirspurn vegna málsins 10 júní 2011 A: Sæl Ólöf Guðný Beiðni þín vegna 110% leiðréttingar hefur verið í vinnslu hjá Dróma hf. (Spron lán og Frjálsa lán), ég fékk uppl. í gær að beiðnin vegna 110% leiðréttingar færi fyrir lánafund hjá þeim á þriðjudag, en fékk jafnframt uppl. um það að litlar líkur væru á því að þetta yrði samþykkt þar sem að lánið er ekki skráð sem íbúðalán í skattaskýrslu. En varðandi Frjálsa lánin sem eru á undan á veðréttinum er enn í skoðun og fer svo vonandi fljótlega fyrir fund hjá þeim. Viltu koma til mín í útibúið við Hlemm og ég get farið fyrir þetta betur með þér ef þú vilt? Ef svo er skulum við finna tíma sem hentar okkur báðum.14. júní 2011ÓGV: Sæl A. Mér finnst þetta afar skýrt og ekki þarfnast frekari útskýringa. A: Það er ljómandi fínt, sendi á þig uppl. um leið og ég frétti frá Frjálsa. 20.júní 2011 Þann 20. júní 2011 sendi ég bankastjóra Arionbanka neðangreindan tölvupóst og tilkynnti jafnframt að ég hefði falið umboðsmanni skuldara að sjá um lánamálin mín gagnvart lánadrottnum. Nú eru þrjú ár síðan SPRON féll. Þá þegar var ég í viðræðum við bankann um frystingu á láni sem nú er hjá Arionbanka. Lítið hefur gengið að semja um mín mál í bankanum og yfirleitt að eiga þar góð viðskipti allt frá fyrstu komu minni í bankann. Ég kalla nú ekki allt ömmu mína en síðast þegar ég kom í Arionbanka fór ég grátandi út svo nærri mér hefur verið gengið í viðskiptum mínum við bankann. Niðurlægingin og virðingarleysið er algert. Ég fékk reyndar smá uppreisn æru þegar ég, fyrir ári síðan, kom með upptökutæki í bankann og ætlaði að taka upp fund með starfsmanni bankans en þá snérust leikar óvænt við um stundarsakir. Það var líka leiðinlegt. Ég sé fram á að með sama áframhaldi tekst bankanum hægt og rólega að ganga það nærri mér að ég missi heimilið mitt í ykkar hendur. Bankinn getur reyndar tekið af mér íbúðina með einu pennastriki ef ekki er vilji til að semja við mig um lánin mín eða horfast í augu við að heildarskuldabirði mín er of mikil hvað sem líður skattaskýrslum og tegundum á veðum. Ég hef því falið Umboðsmanni skuldara að sjá um lánamál mín gagnvart lánadrottnunum.23. júní 2011 A: Sæl, fékk senda til mín í morgun formlega höfnun frá Dróma vegna 110% leiðréttingar, bæði vegna Spron lánanna og einnig vegna Frjálsa lánanna þar sem þau voru innan veðrýmis (innan 110%).ÓGV: Sæl. Geturðu sent mér afrit af forsendunum og útreikningunum nefndarinnar? 24. júní 2011 A: Sæl, því miður er reglan sú að þessi gögn fara ekki út úr húsi, en þér er velkomið að koma og skoða þetta hjá mér. Þann 5. júlí 2011 eða 12 dögum seinna fæ ég löginnheimtu frá Dróma hf. Löginnheimtan endar á þessum orðum: ,,Hér er skorað á yður að greiða skuldina eða semja um geiðslu hennar innan 15 daga frá móttöku greiðsluáskorunar þessar. Að þeim tíma liðnum verður krafist aðfarar fyrir skuldinni hjá yður án frekari tilkynninga." Allt vegna fimm afborgana af einu láni sem ég taldi mig vera að reyna að semja um allan tímann. Þetta er gert þrátt fyrir að ég hafi tilkynnt formlega að ég hefði falið umboðamanni skuldara að greiða úr lánamálum mínum og væri í skuldaskjóli. Hefði ég trúað í blindni að bankinn vildi semja við mig eins og margir hafa gert væri íbúðin mín líklega á nauðungaruppboði núna. Það er ekki fyrir venjulegt fólk að eiga í svona viðskiptum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun