Körfubolti

Jón Arnór áfram í spænsku úrvalsdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Valli
Jón Arnór Stefánsson hefur samið við spænska úrvalsdeildarfélagið CAI Zaragoza og leikur með því allt næsta tímabil. Hann lék áður með CB Granada í sömu deild undanfarin tvö ár.

Granada féll úr úrvalsdeildinni í vor og því ákvað Jón Arnór að fara frá félaginu í lok samningstímans. Á síðasta tímabili skoraði hann að meðaltali tæp tíu stig í 27 leikjum.

Jón Arnór á langan feril að baki en hann kom til CB Granada frá KR árið 2009. Hann hefur áður leikið í Rússlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bandaríkjunum.

„Ég er þakklátur félaginu fyrir að gefa mér þetta tækifæri og ég er mjög ánægður með að fá að spila áfram í þessari deild,“ sagði Jón Arnór í viðtali á heimasíðu CAI Zaragoza. „Þetta er mjög gott lið og það verður erfið samkeppni um mínútur. Vonandi getur liðið notið minnar reynslu og ég mun leggja mikið á mig fyrir liðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×