Enski boltinn

Mancienne samdi við Hamburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Michael Mancienne, leikmaður Chelsea, hefur verið seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hamburg fyrir 1,75 milljónir punda.

Mancienne stóðst læknisskoðun í gær og skrifaði svo undir fjögurra ára samning við félagið. Hann er 23 ára gamall og fékk fá tækifæri með aðalliði Chelsea. Hann var lánaður til QPR frá 2006 til 2008 og svo hefur hann leikið með Wolves síðustu þrjú árin.

„Hamburg er stórt félag með ríka hefð og frábæra stuðningsmenn," sagði Mancienne. „Það er mikil áskorun fyrir mig að spila með þessu félagi og það væri frábært ef ég gæti lagt mitt af mörkum til að hjálpa félaginu að komast aftur í fremstu röð."

Mancienne er í U-21 landsliði Englands og mun keppa í EM í Danmörku nú í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×