Alonso ætlaði að sækja til sigurs 30. maí 2011 08:36 Fernando Alonso á fréttamannafundinum í Mónakó í gær eftir kappaksturinn. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Fernando Alonso varð annar í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í gær á Ferrari, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á McLaren á lokasprettinum. Hann hugðist sækja til sigurs, en óhapp í lok mótsins varð til þess að það gekk ekki upp. Alonso er núna fimmti í stigamóti ökumanna, en Vettel efstur eftir fimm sigra í sex mótum. Jamie Alguersuari á Torro Rosso og Vitaly Petrov stöðvuðust í brautinni eftir árekstur og kalla þurfti út öryggisbílinn. Þetta þýddi að sókn Alonso á Vettel stöðvaðist á meðan hlé var gert á keppninni og Vettel gat skipt um dekk, sem voru orðinn slitinn. Hann hafði telft á tæpasta vað varðandi dekkjanotkun, en hafði samt náð að halda aftur af Alonso sem var á minna slitnum dekkjum. Alonso hugði gott til glóðarinnar hvað þetta varðar á lokasprettinum. Alonso var engu að síður ánægður með árangur hans og Ferrari og sagði þetta á fréttamannafundi í gær. „Við ræstum fjórðu af stað og þetta er besti árangurinn á árinu. Við vorum í þriðja sæti í Tyrklandi og í öðru hérna. Þetta var því góð helgi. Við vorum fljótir á fimmtudag og fljótir í tímatökunni og í keppninni", sagði Alonso. Alonso sagði að lið hans hefði verið heppið þegar kalla þurfti út öryggisbílinn fyrr í keppninni vegna óhapps, því annars hefði Button kannski verið á leið til sigurs. Sjálfur hefði hann þá aðeins átt möguleika á þriðja sæti. Hann taldi því sig hafa grætt sæti á fyrra óhappinu, en síðan hefði hann hugsanlega tapað af mögulegum sigri, þegar öryggisbíllinn kom út í seinna skiptið. Aðspurður um hvort hann hefði ætlað að sækja að Vettel á lokasprettinum sagði Alonso: „Að sjálfsögðu. Ég hafði engu að tapa. Ég er ekki í forystu í stigamótinu og vildi því reyna að sigra. Ef við lendum í árekstri, þá lendum við í árekstri", sagði Alonso. Alonso sagði líka að síðustu vikur hefðu verið Ferrari erfiðar og að liðið hefði þurft á hagstæðum úrslitum að halda og mótshelgin í Mónakó hefði verið hvatning fyrir liðið. Mest lesið Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso varð annar í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í gær á Ferrari, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á McLaren á lokasprettinum. Hann hugðist sækja til sigurs, en óhapp í lok mótsins varð til þess að það gekk ekki upp. Alonso er núna fimmti í stigamóti ökumanna, en Vettel efstur eftir fimm sigra í sex mótum. Jamie Alguersuari á Torro Rosso og Vitaly Petrov stöðvuðust í brautinni eftir árekstur og kalla þurfti út öryggisbílinn. Þetta þýddi að sókn Alonso á Vettel stöðvaðist á meðan hlé var gert á keppninni og Vettel gat skipt um dekk, sem voru orðinn slitinn. Hann hafði telft á tæpasta vað varðandi dekkjanotkun, en hafði samt náð að halda aftur af Alonso sem var á minna slitnum dekkjum. Alonso hugði gott til glóðarinnar hvað þetta varðar á lokasprettinum. Alonso var engu að síður ánægður með árangur hans og Ferrari og sagði þetta á fréttamannafundi í gær. „Við ræstum fjórðu af stað og þetta er besti árangurinn á árinu. Við vorum í þriðja sæti í Tyrklandi og í öðru hérna. Þetta var því góð helgi. Við vorum fljótir á fimmtudag og fljótir í tímatökunni og í keppninni", sagði Alonso. Alonso sagði að lið hans hefði verið heppið þegar kalla þurfti út öryggisbílinn fyrr í keppninni vegna óhapps, því annars hefði Button kannski verið á leið til sigurs. Sjálfur hefði hann þá aðeins átt möguleika á þriðja sæti. Hann taldi því sig hafa grætt sæti á fyrra óhappinu, en síðan hefði hann hugsanlega tapað af mögulegum sigri, þegar öryggisbíllinn kom út í seinna skiptið. Aðspurður um hvort hann hefði ætlað að sækja að Vettel á lokasprettinum sagði Alonso: „Að sjálfsögðu. Ég hafði engu að tapa. Ég er ekki í forystu í stigamótinu og vildi því reyna að sigra. Ef við lendum í árekstri, þá lendum við í árekstri", sagði Alonso. Alonso sagði líka að síðustu vikur hefðu verið Ferrari erfiðar og að liðið hefði þurft á hagstæðum úrslitum að halda og mótshelgin í Mónakó hefði verið hvatning fyrir liðið.
Mest lesið Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti