Sunddrottning opnar matardagbók 28. maí 2011 12:29 Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir undirbýr sig þessa dagana af krafti fyrir HM sem fer fram í Shanghai i sumar. Hún leyfði Lífinu að skyggnast í æfingarprógrammið sitt í einn dag með því að skrá niður allt sem hún neytti þann daginn sem og æfingarnar. „Ég er að fara á smáþjóðleika og tvö mót eftir það. Síðan eru það bara æfingar og fleiri æfingar í sumar. Svo er bara ár í Olympíuleika og stefnan er sett þangað að sjálfsögðu," sagði Ragnheiður fersk að vanda.Matardagbók Ragnheiðar: Vaknaði klukkan 07.30 og tók morgunrútínuna mína. Lýsi, vítamín og fæðubótarefni frá Fitnesssport og engiferdjús sem ég bý til með því að hakka engifer og sítrónugras, sjóða það vel, sigta svo frá og kæla. Morgunmaturinn samanstóð af 4 eggjahvítum og 1 eggi sem ég hræri saman á pönnu með smá osti og smá kotasælu. 1 tómatur með og 1 appelsína. Svo fæ ég mér 5 macadamiu-hnetur með. Ég hoppaði beint ofaní laugina og synti æfinguna mína. Þegar ég kom uppúr um klukkan 10.30 fékk ég mér 1 prótein bar (Whey gourmet bar). Ég er alltaf með það í bílnum og þetta er sjúklega gott á bragðið. Það fæst í Fitnesssport. Í hádeginu, klukkabn 12:00, fékk ég mér kjúkling á Krúsku á Suðurlandsbraut. Helga vinkona sem er yfirkokkaskvísa þar var búin að búa til sjúklega góðan kjúkling með allskonar mauki og góðu dóti. Svo fékk ég mér auðvitað súpersalatið þeirra. Það er to die for! Ég hoppaði síðan inn í Hreyfingu, hjólaði og tók smá lyftingaræfingu. Skellti mér svo í djúpslökunarpottinn þar og steinsofnaði í 40 mínútur. Vaknaði alveg svakalega fersk og svöng. Um klukkan 16.00 fór ég og fékk mér Serranó. Ég hoppa stundum þar inn til að fá mér hollan skyndibita. Ég fékk mér kjúklingaburrito í grófu brauði, sleppti hrísgrjónum og fékk mér helling af fersku salsa, guaqamole og smá chipotle sósu því að það er bara aðeins of gott. Fékk mér líka sítrónu Kristal að drekka með því. Ég fór svo aftur á æfingu í lauginni en synti bara létt og rólega og var bara aðeins að teygja úr mér. Enginn hamagangur á þessari æfingu. Svo fékk ég mér aftur fæðubótarefnin frá Fitnesssport. Þegar ég kom heim um klukkan 20.00 þá langaði mig ekki í neitt svakalega flókið í matinn svo ég fékk mér tröllahafragraut með kókosolíu og helling af kotasælu. Það er uppáhaldið mitt að hræra kotasælu út í allt. Ég fékk mér líka grænt te. Klukkan 23.30 fékk ég mér mjólkurglas og möndlur. Ég fer aldrei að sofa svöng. Fitnessdrottning opnar matardagbók. Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir undirbýr sig þessa dagana af krafti fyrir HM sem fer fram í Shanghai i sumar. Hún leyfði Lífinu að skyggnast í æfingarprógrammið sitt í einn dag með því að skrá niður allt sem hún neytti þann daginn sem og æfingarnar. „Ég er að fara á smáþjóðleika og tvö mót eftir það. Síðan eru það bara æfingar og fleiri æfingar í sumar. Svo er bara ár í Olympíuleika og stefnan er sett þangað að sjálfsögðu," sagði Ragnheiður fersk að vanda.Matardagbók Ragnheiðar: Vaknaði klukkan 07.30 og tók morgunrútínuna mína. Lýsi, vítamín og fæðubótarefni frá Fitnesssport og engiferdjús sem ég bý til með því að hakka engifer og sítrónugras, sjóða það vel, sigta svo frá og kæla. Morgunmaturinn samanstóð af 4 eggjahvítum og 1 eggi sem ég hræri saman á pönnu með smá osti og smá kotasælu. 1 tómatur með og 1 appelsína. Svo fæ ég mér 5 macadamiu-hnetur með. Ég hoppaði beint ofaní laugina og synti æfinguna mína. Þegar ég kom uppúr um klukkan 10.30 fékk ég mér 1 prótein bar (Whey gourmet bar). Ég er alltaf með það í bílnum og þetta er sjúklega gott á bragðið. Það fæst í Fitnesssport. Í hádeginu, klukkabn 12:00, fékk ég mér kjúkling á Krúsku á Suðurlandsbraut. Helga vinkona sem er yfirkokkaskvísa þar var búin að búa til sjúklega góðan kjúkling með allskonar mauki og góðu dóti. Svo fékk ég mér auðvitað súpersalatið þeirra. Það er to die for! Ég hoppaði síðan inn í Hreyfingu, hjólaði og tók smá lyftingaræfingu. Skellti mér svo í djúpslökunarpottinn þar og steinsofnaði í 40 mínútur. Vaknaði alveg svakalega fersk og svöng. Um klukkan 16.00 fór ég og fékk mér Serranó. Ég hoppa stundum þar inn til að fá mér hollan skyndibita. Ég fékk mér kjúklingaburrito í grófu brauði, sleppti hrísgrjónum og fékk mér helling af fersku salsa, guaqamole og smá chipotle sósu því að það er bara aðeins of gott. Fékk mér líka sítrónu Kristal að drekka með því. Ég fór svo aftur á æfingu í lauginni en synti bara létt og rólega og var bara aðeins að teygja úr mér. Enginn hamagangur á þessari æfingu. Svo fékk ég mér aftur fæðubótarefnin frá Fitnesssport. Þegar ég kom heim um klukkan 20.00 þá langaði mig ekki í neitt svakalega flókið í matinn svo ég fékk mér tröllahafragraut með kókosolíu og helling af kotasælu. Það er uppáhaldið mitt að hræra kotasælu út í allt. Ég fékk mér líka grænt te. Klukkan 23.30 fékk ég mér mjólkurglas og möndlur. Ég fer aldrei að sofa svöng. Fitnessdrottning opnar matardagbók.
Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“