Körfubolti

Fyrrum NBA leikmaður fannst látinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robert Taylor í leik með New Orleans Hornets. Mynd. / AP
Robert Taylor í leik með New Orleans Hornets. Mynd. / AP
Robert Traylor, fyrrverandi NBA leikmaður, fannst látinn á heimili sínu aðeins 34 ára.

Taylor lék í sjö ár í NBA-deildinni áður en hann flutti sig yfir til Púertó Ríkó þar sem hann lék með the Bayamon Cowboys fram að deginum í gær.

Lögreglan í San Juan sagði í fréttatilkynningu að Taylor hafi fundist á gólfinu inn í íbúðinni sinni, hann mun líklega hafa verið þar í nokkra daga. Talið er að Taylor hafi fengið hjartaáfall.

„Hann var leiðtogi liðsins,“ sagði Jose Carlos Perez, stjóri the Bayamon Cowboy´s.

„Hann var alltaf virkilega vinalegur og náði vel saman með öllum. Aðdáendurnir elskuðu hann og litu á hann sem einskonar goðsögn“.

Traylor var valinn sjötti í nýliðavalinu árið 1998 af Dallas Mavericks, en honum var strax skipt yfir til Milwaukee Bucks. Í skiptunum fór meðal annars Dirk Nowitzki yfir til Dallas.

Traylor lék í tvö tímabil fyrir Bucks en þaðan fór hann meðal annars til Cleveland Cavaliers,  Charlotte Bobcats og New Orleans Hornets.

The Bayamon Cowboy´s áttu að leika í gærkvöldi en þeim leik var frestað vegna dauðsfall Taylors.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×