Glæsilegt einbýlishús, sem áður var í eigu Jóhannesar í Bónus, er nú til sölu.Mynd/Eignamiðlun
Skilanefnd Landsbanka Íslands hefur sett fyrrum einbýlishús Jóhannesar Jónssonar, kenndur við Bónus, á sölu. Húsið er 427 fermetrar á stærð og er á rúmlega sextán þúsund fermetra lóð á stað sem nefndur er Hrafnabjörg. Útsýni er yfir Eyjafjörðinn og á Akureyri. Það er fasteignasalan Eignamiðlun sem sér um söluna á húsinu en ekki er verð á húsinu gefið upp heldur er óskað eftir tilboðum í húsið.
Fasteignamat á húsinu er tæplega 88 milljónir króna og er brunabótamatið rúmlega 525,5 milljónir króna. Fjögur herbergi eru í húsinu og þrjú svefn- og baðherbergi. Húsið var byggt árið 2005.
Glæsilegt útsýni er yfir Eyjafjarðarsveitina og inn á Akureyri úr stofu hússins.Mynd/EignamiðlunHúsið er á tveimur hæðum, á neðri hæðinni er 106 fermetra bílskúr, auk þess sem þar er þvottahús, gufubað auk tæknirýma. Efri hæðin skiptist í raun í þrennt, eins og segir í auglýsingu á Fasteignavef Vísis. Í svefnherbergjaálmu eru þrjú svefnherbergi, og tvö baðherbergi. Í miðrýminu er innkoma í húsið og auk svalir til vesturs. Í syðsta hluta efri hæðar eru stofa og eldhús en eldhúsið er með hvítri innréttingu og vönduðum tækjum.