NBA í nótt: Miami slapp naumlega við annað neyðarlegt tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 09:00 Slagsmálin sem urðu til þess að þremur leikmönnum var vísað af velli í fyrri hálfleik. Mynd/AP Miami Heat mátti þakka fyrir að liðið tapaði ekki fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í nótt sem var þó án síns sterkasta leikmanns. Miami vann leikinn, 123-107. LeBron James skoraði 35 stig í leiknum en Miami tapaði í fyrrinótt fyrir hans gamla liði, Cleveland, sem er með lakasta árangur allra liða í deildinni. John Wall, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum var þó aðeins eitt stig, 91-90, í fjórða leikhlutanum. Dwyane Wade setti þá niður þrist fyrir sína menn og Washington náði ekki að ógna forystu Miami frekar eftir það. James var góður í nótt og tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar auk stiganna 35 sem hann skoraði. Wade var með 33 stig og níu stoðsendingar og Chris Bosh með 26 stig. Wall var rekinn af velli eftir að hann brást illa við olnbogaskotum frá þeim Zydrunas Ilgauskas og Juwan Howard. Hinir tveir voru einnig reknir af velli. Miami er í þriðja sæti Austurdeildarinnar en liðið er með næstum jafn góðan árangur og Boston sem er í öðru sætinu. Chicago er hins vegar með ágæta forystu á toppi deildarinnar en liðið vann Minnesota í nótt, 108-91. Derrick Rose var öflugur sem fyrr og skoraði 23 stig og gaf tíu stoðsendingar en hann spilaði samt ekkert í fjórða leikhlutanum.Milwaukee vann Toronto, 104-98. Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en þeir Andrew Bogut og Drew Gooden náðu báðir tvöfaldri tvennu í leiknum.Atlanta vann Orlando, 85-82, í uppgjöri tveggja sterkra liða í Vesturdeildinni. Joe Johnson kom Atlanta yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka en Jameer Nelson klúðraði tveimur tækifærum sem hann fékk eftir það til að jafna metin. Orlando er í fjórða sæti deildarinnar og með nokkuð mikla forystu á Atlanta sem er í því fimmta.Oklahoma City vann Phoenix, 116-98. Kevin Durant og James Harden skoruðu báðir 22 stig fyrir Oklahoma City.Philadelphia vann Houston, 108-97. Jrue Holiday var með 24 stig og tólf stiðsendingar og Thaddeus Young skoraði 22 stig fyrir Philadelphia.New Orleans vann Portland, 95-91. Carl Landry skoraði 21 stig fyrir New Orleans sem kom sér þar með upp í sjötta sæti Vesturdeildarinnar á kostnað Portland.New York vann New Jersey, 120-116. Carmely Anthony skoraði 39 stig fyrir New York í sínum öðrum leik í röð.Memphis vann Golden State, 110-91. Tony Allen skoraði 21 stig fyrir Memphis sem náði með sigrinum að tryggja að liðið verði með jákvætt sigurhlutfall á tímabilinu. Það er í fyrsta sinn í fimm ár sem það tekst.Indiana vann Detroit, 111-101. Darren Collison skoraði 20 stig og Danny Granger sautján fyrir Indiana.Denver vann Sacramento, 104-90. Ty Lawson skoraði 20 stig og þeir JR Smith og Danilo Gallinari voru með sautján hvor.Charlotte vann Cleveland, 98-97. Boris Diaw skoraði 26 stig og tryggði sínum mönnum sigur þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka.Dallas vann LA Clippers, 106-100. Dirk Nowitzky skoraði 24 stig fyrir Dallas en liðið vann þar með sinn 27. leik á útivelli á tímabilinu sem er besti árangur allra liða í deildinni. NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Miami Heat mátti þakka fyrir að liðið tapaði ekki fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í nótt sem var þó án síns sterkasta leikmanns. Miami vann leikinn, 123-107. LeBron James skoraði 35 stig í leiknum en Miami tapaði í fyrrinótt fyrir hans gamla liði, Cleveland, sem er með lakasta árangur allra liða í deildinni. John Wall, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum var þó aðeins eitt stig, 91-90, í fjórða leikhlutanum. Dwyane Wade setti þá niður þrist fyrir sína menn og Washington náði ekki að ógna forystu Miami frekar eftir það. James var góður í nótt og tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar auk stiganna 35 sem hann skoraði. Wade var með 33 stig og níu stoðsendingar og Chris Bosh með 26 stig. Wall var rekinn af velli eftir að hann brást illa við olnbogaskotum frá þeim Zydrunas Ilgauskas og Juwan Howard. Hinir tveir voru einnig reknir af velli. Miami er í þriðja sæti Austurdeildarinnar en liðið er með næstum jafn góðan árangur og Boston sem er í öðru sætinu. Chicago er hins vegar með ágæta forystu á toppi deildarinnar en liðið vann Minnesota í nótt, 108-91. Derrick Rose var öflugur sem fyrr og skoraði 23 stig og gaf tíu stoðsendingar en hann spilaði samt ekkert í fjórða leikhlutanum.Milwaukee vann Toronto, 104-98. Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en þeir Andrew Bogut og Drew Gooden náðu báðir tvöfaldri tvennu í leiknum.Atlanta vann Orlando, 85-82, í uppgjöri tveggja sterkra liða í Vesturdeildinni. Joe Johnson kom Atlanta yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka en Jameer Nelson klúðraði tveimur tækifærum sem hann fékk eftir það til að jafna metin. Orlando er í fjórða sæti deildarinnar og með nokkuð mikla forystu á Atlanta sem er í því fimmta.Oklahoma City vann Phoenix, 116-98. Kevin Durant og James Harden skoruðu báðir 22 stig fyrir Oklahoma City.Philadelphia vann Houston, 108-97. Jrue Holiday var með 24 stig og tólf stiðsendingar og Thaddeus Young skoraði 22 stig fyrir Philadelphia.New Orleans vann Portland, 95-91. Carl Landry skoraði 21 stig fyrir New Orleans sem kom sér þar með upp í sjötta sæti Vesturdeildarinnar á kostnað Portland.New York vann New Jersey, 120-116. Carmely Anthony skoraði 39 stig fyrir New York í sínum öðrum leik í röð.Memphis vann Golden State, 110-91. Tony Allen skoraði 21 stig fyrir Memphis sem náði með sigrinum að tryggja að liðið verði með jákvætt sigurhlutfall á tímabilinu. Það er í fyrsta sinn í fimm ár sem það tekst.Indiana vann Detroit, 111-101. Darren Collison skoraði 20 stig og Danny Granger sautján fyrir Indiana.Denver vann Sacramento, 104-90. Ty Lawson skoraði 20 stig og þeir JR Smith og Danilo Gallinari voru með sautján hvor.Charlotte vann Cleveland, 98-97. Boris Diaw skoraði 26 stig og tryggði sínum mönnum sigur þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka.Dallas vann LA Clippers, 106-100. Dirk Nowitzky skoraði 24 stig fyrir Dallas en liðið vann þar með sinn 27. leik á útivelli á tímabilinu sem er besti árangur allra liða í deildinni.
NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti