NBA í nótt: Miami slapp naumlega við annað neyðarlegt tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 09:00 Slagsmálin sem urðu til þess að þremur leikmönnum var vísað af velli í fyrri hálfleik. Mynd/AP Miami Heat mátti þakka fyrir að liðið tapaði ekki fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í nótt sem var þó án síns sterkasta leikmanns. Miami vann leikinn, 123-107. LeBron James skoraði 35 stig í leiknum en Miami tapaði í fyrrinótt fyrir hans gamla liði, Cleveland, sem er með lakasta árangur allra liða í deildinni. John Wall, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum var þó aðeins eitt stig, 91-90, í fjórða leikhlutanum. Dwyane Wade setti þá niður þrist fyrir sína menn og Washington náði ekki að ógna forystu Miami frekar eftir það. James var góður í nótt og tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar auk stiganna 35 sem hann skoraði. Wade var með 33 stig og níu stoðsendingar og Chris Bosh með 26 stig. Wall var rekinn af velli eftir að hann brást illa við olnbogaskotum frá þeim Zydrunas Ilgauskas og Juwan Howard. Hinir tveir voru einnig reknir af velli. Miami er í þriðja sæti Austurdeildarinnar en liðið er með næstum jafn góðan árangur og Boston sem er í öðru sætinu. Chicago er hins vegar með ágæta forystu á toppi deildarinnar en liðið vann Minnesota í nótt, 108-91. Derrick Rose var öflugur sem fyrr og skoraði 23 stig og gaf tíu stoðsendingar en hann spilaði samt ekkert í fjórða leikhlutanum.Milwaukee vann Toronto, 104-98. Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en þeir Andrew Bogut og Drew Gooden náðu báðir tvöfaldri tvennu í leiknum.Atlanta vann Orlando, 85-82, í uppgjöri tveggja sterkra liða í Vesturdeildinni. Joe Johnson kom Atlanta yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka en Jameer Nelson klúðraði tveimur tækifærum sem hann fékk eftir það til að jafna metin. Orlando er í fjórða sæti deildarinnar og með nokkuð mikla forystu á Atlanta sem er í því fimmta.Oklahoma City vann Phoenix, 116-98. Kevin Durant og James Harden skoruðu báðir 22 stig fyrir Oklahoma City.Philadelphia vann Houston, 108-97. Jrue Holiday var með 24 stig og tólf stiðsendingar og Thaddeus Young skoraði 22 stig fyrir Philadelphia.New Orleans vann Portland, 95-91. Carl Landry skoraði 21 stig fyrir New Orleans sem kom sér þar með upp í sjötta sæti Vesturdeildarinnar á kostnað Portland.New York vann New Jersey, 120-116. Carmely Anthony skoraði 39 stig fyrir New York í sínum öðrum leik í röð.Memphis vann Golden State, 110-91. Tony Allen skoraði 21 stig fyrir Memphis sem náði með sigrinum að tryggja að liðið verði með jákvætt sigurhlutfall á tímabilinu. Það er í fyrsta sinn í fimm ár sem það tekst.Indiana vann Detroit, 111-101. Darren Collison skoraði 20 stig og Danny Granger sautján fyrir Indiana.Denver vann Sacramento, 104-90. Ty Lawson skoraði 20 stig og þeir JR Smith og Danilo Gallinari voru með sautján hvor.Charlotte vann Cleveland, 98-97. Boris Diaw skoraði 26 stig og tryggði sínum mönnum sigur þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka.Dallas vann LA Clippers, 106-100. Dirk Nowitzky skoraði 24 stig fyrir Dallas en liðið vann þar með sinn 27. leik á útivelli á tímabilinu sem er besti árangur allra liða í deildinni. NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Miami Heat mátti þakka fyrir að liðið tapaði ekki fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í nótt sem var þó án síns sterkasta leikmanns. Miami vann leikinn, 123-107. LeBron James skoraði 35 stig í leiknum en Miami tapaði í fyrrinótt fyrir hans gamla liði, Cleveland, sem er með lakasta árangur allra liða í deildinni. John Wall, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum var þó aðeins eitt stig, 91-90, í fjórða leikhlutanum. Dwyane Wade setti þá niður þrist fyrir sína menn og Washington náði ekki að ógna forystu Miami frekar eftir það. James var góður í nótt og tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar auk stiganna 35 sem hann skoraði. Wade var með 33 stig og níu stoðsendingar og Chris Bosh með 26 stig. Wall var rekinn af velli eftir að hann brást illa við olnbogaskotum frá þeim Zydrunas Ilgauskas og Juwan Howard. Hinir tveir voru einnig reknir af velli. Miami er í þriðja sæti Austurdeildarinnar en liðið er með næstum jafn góðan árangur og Boston sem er í öðru sætinu. Chicago er hins vegar með ágæta forystu á toppi deildarinnar en liðið vann Minnesota í nótt, 108-91. Derrick Rose var öflugur sem fyrr og skoraði 23 stig og gaf tíu stoðsendingar en hann spilaði samt ekkert í fjórða leikhlutanum.Milwaukee vann Toronto, 104-98. Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en þeir Andrew Bogut og Drew Gooden náðu báðir tvöfaldri tvennu í leiknum.Atlanta vann Orlando, 85-82, í uppgjöri tveggja sterkra liða í Vesturdeildinni. Joe Johnson kom Atlanta yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka en Jameer Nelson klúðraði tveimur tækifærum sem hann fékk eftir það til að jafna metin. Orlando er í fjórða sæti deildarinnar og með nokkuð mikla forystu á Atlanta sem er í því fimmta.Oklahoma City vann Phoenix, 116-98. Kevin Durant og James Harden skoruðu báðir 22 stig fyrir Oklahoma City.Philadelphia vann Houston, 108-97. Jrue Holiday var með 24 stig og tólf stiðsendingar og Thaddeus Young skoraði 22 stig fyrir Philadelphia.New Orleans vann Portland, 95-91. Carl Landry skoraði 21 stig fyrir New Orleans sem kom sér þar með upp í sjötta sæti Vesturdeildarinnar á kostnað Portland.New York vann New Jersey, 120-116. Carmely Anthony skoraði 39 stig fyrir New York í sínum öðrum leik í röð.Memphis vann Golden State, 110-91. Tony Allen skoraði 21 stig fyrir Memphis sem náði með sigrinum að tryggja að liðið verði með jákvætt sigurhlutfall á tímabilinu. Það er í fyrsta sinn í fimm ár sem það tekst.Indiana vann Detroit, 111-101. Darren Collison skoraði 20 stig og Danny Granger sautján fyrir Indiana.Denver vann Sacramento, 104-90. Ty Lawson skoraði 20 stig og þeir JR Smith og Danilo Gallinari voru með sautján hvor.Charlotte vann Cleveland, 98-97. Boris Diaw skoraði 26 stig og tryggði sínum mönnum sigur þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka.Dallas vann LA Clippers, 106-100. Dirk Nowitzky skoraði 24 stig fyrir Dallas en liðið vann þar með sinn 27. leik á útivelli á tímabilinu sem er besti árangur allra liða í deildinni.
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira