Dómar á morgun gætu auðveldað Icesave málið 31. mars 2011 13:33 Dómsuppsaga fer fram á morgun í alls níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu forgangskröfur í bú fallinna íslenskra banka. Fari svo að heildsöluinnlánin verði ekki dæmd forgangkröfur mun bú Landsbankans geta staðið undir allri Icesave skuldinni. Fjallað er um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að sjö málanna eru gegn Landsbanka Íslands en heildsöluinnlán, sem flokkast með forgangskröfum hans, nema um 150 milljörðum króna. Ef niðurstaða dómstóla verður sú að slík innlán njóti ekki forgangs í búi bankans mun hann geta greitt allar aðrar forgangskröfur að öllu leyti miðað við áætlaðar endurheimtur skilanefndar hans.Slitastjórn Landsbankans ákvað upphaflega að flokka heildsöluinnlán á meðal forgangskrafna í bú bankans. Sú ákvörðun, sem byggðist á þeirri breyttu kröfuhafaröð sem neyðarlögin sögðu til um, rataði síðar fyrir dómstóla eftir að almennir kröfuhafar stefndu búinu. Fimm málanna eru vegna heildsöluinnlána sem bankinn safnaði í Bretlandi en tvö þeirra vegna slíkra innlána sem hann safnaði í Hollandi. Umgjörð lánanna var ekki að öllu leyti alveg eins, en viðmælendur Viðskiptablaðsins telja nánast öruggt að niðurstaðan verði samhljóma í þeim öllum. Þ.e. að öll heildsöluinnlán verði annaðhvort flokkuð sem forgangskröfur eða sem almennar kröfur.Þó er talið fullvíst að niðurstöðu málanna verði vísað til Hæstaréttar óháð því hver hún verður. Forgangskröfur í bú Landsbankans eru 1.319 milljarðar króna og eru fastar í íslenskum krónum. Slitastjórn Landsbankans tilkynnti í upphafi marsmánaðar að hún áætli nú að 89% fáist upp í þær kröfur, eða um 1.175 milljarðar króna. Ef heildsöluinnlánin verða dæmd sem almennar kröfur er ljóst að forgangskröfur lækka í um 1.169 milljarða króna. Standist mat slitastjórnar Landsbankans mun þrotabúið því eiga 100% upp í forgangskröfur, að því er segir í Viðskiptablaðinu. Icesave Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Dómsuppsaga fer fram á morgun í alls níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu forgangskröfur í bú fallinna íslenskra banka. Fari svo að heildsöluinnlánin verði ekki dæmd forgangkröfur mun bú Landsbankans geta staðið undir allri Icesave skuldinni. Fjallað er um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að sjö málanna eru gegn Landsbanka Íslands en heildsöluinnlán, sem flokkast með forgangskröfum hans, nema um 150 milljörðum króna. Ef niðurstaða dómstóla verður sú að slík innlán njóti ekki forgangs í búi bankans mun hann geta greitt allar aðrar forgangskröfur að öllu leyti miðað við áætlaðar endurheimtur skilanefndar hans.Slitastjórn Landsbankans ákvað upphaflega að flokka heildsöluinnlán á meðal forgangskrafna í bú bankans. Sú ákvörðun, sem byggðist á þeirri breyttu kröfuhafaröð sem neyðarlögin sögðu til um, rataði síðar fyrir dómstóla eftir að almennir kröfuhafar stefndu búinu. Fimm málanna eru vegna heildsöluinnlána sem bankinn safnaði í Bretlandi en tvö þeirra vegna slíkra innlána sem hann safnaði í Hollandi. Umgjörð lánanna var ekki að öllu leyti alveg eins, en viðmælendur Viðskiptablaðsins telja nánast öruggt að niðurstaðan verði samhljóma í þeim öllum. Þ.e. að öll heildsöluinnlán verði annaðhvort flokkuð sem forgangskröfur eða sem almennar kröfur.Þó er talið fullvíst að niðurstöðu málanna verði vísað til Hæstaréttar óháð því hver hún verður. Forgangskröfur í bú Landsbankans eru 1.319 milljarðar króna og eru fastar í íslenskum krónum. Slitastjórn Landsbankans tilkynnti í upphafi marsmánaðar að hún áætli nú að 89% fáist upp í þær kröfur, eða um 1.175 milljarðar króna. Ef heildsöluinnlánin verða dæmd sem almennar kröfur er ljóst að forgangskröfur lækka í um 1.169 milljarða króna. Standist mat slitastjórnar Landsbankans mun þrotabúið því eiga 100% upp í forgangskröfur, að því er segir í Viðskiptablaðinu.
Icesave Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira