Lánið frá EIB óbeint tengt við lausn Icesave 23. mars 2011 15:13 Lánið sem Landsvirkjun hefur fengið frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) upp á 11,3 milljarða kr. er óbeint háð lausn á Icesave deilunni. Ljóst er að Landsvirkjun mun ekki draga á þetta lán fyrr en eftir 9. apríl þegar þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið. Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir að í lánasamningnum við EIB sé ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs það er lánshæfið má ekki falla niður í svokallaðan ruslflokk. Sem stendur er lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá matsfyrirtækinu Moody´s einu haki fyrir ofan ruslflokk með neikvæðum horfum. Moody´s sagði í áliti fyrr í vetur að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði endurskoðuð þegar séð verður hvernig lyktir verða á Iceasave málinu í apríl. Hörður Árnason segir að með þessum hætti sé lausn á Icesave deilunni óbeint tengd inn í lánasamninginn við EIB og ljóst að lánið fæst ekki afgreitt ef Moody´s fellir lánshæfi ríkissjóðs um einn flokk. Hér má geta þess að lánshæfi ríkissjóðs er þegar í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings en hjá Standard & Poor´s er lánshæfið einu haki frá ruslinu eins og hjá Moody´s. Álit Moody´s hefur þó mesta vigt af þessum þremur matsfyrirtækjum þar sem Moody´s metur einnig lánshæfi Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs. Hvað varðar framgang fjármögnunar fyrir Búðarhálsvirkjun er Hörður ánægður með þróunina. Með láni EIB sé nú búið að fjármagna um 75% af virkjunarframkvæmdunum. „Og ef allt fer á besta veg fyrir okkur mun það ekki verða neitt vandamálið að fjármagna afganginn," segir Hörður. Icesave Tengdar fréttir Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08 Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Lánið sem Landsvirkjun hefur fengið frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) upp á 11,3 milljarða kr. er óbeint háð lausn á Icesave deilunni. Ljóst er að Landsvirkjun mun ekki draga á þetta lán fyrr en eftir 9. apríl þegar þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið. Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir að í lánasamningnum við EIB sé ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs það er lánshæfið má ekki falla niður í svokallaðan ruslflokk. Sem stendur er lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá matsfyrirtækinu Moody´s einu haki fyrir ofan ruslflokk með neikvæðum horfum. Moody´s sagði í áliti fyrr í vetur að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði endurskoðuð þegar séð verður hvernig lyktir verða á Iceasave málinu í apríl. Hörður Árnason segir að með þessum hætti sé lausn á Icesave deilunni óbeint tengd inn í lánasamninginn við EIB og ljóst að lánið fæst ekki afgreitt ef Moody´s fellir lánshæfi ríkissjóðs um einn flokk. Hér má geta þess að lánshæfi ríkissjóðs er þegar í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings en hjá Standard & Poor´s er lánshæfið einu haki frá ruslinu eins og hjá Moody´s. Álit Moody´s hefur þó mesta vigt af þessum þremur matsfyrirtækjum þar sem Moody´s metur einnig lánshæfi Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs. Hvað varðar framgang fjármögnunar fyrir Búðarhálsvirkjun er Hörður ánægður með þróunina. Með láni EIB sé nú búið að fjármagna um 75% af virkjunarframkvæmdunum. „Og ef allt fer á besta veg fyrir okkur mun það ekki verða neitt vandamálið að fjármagna afganginn," segir Hörður.
Icesave Tengdar fréttir Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08 Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08
Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44