SFO rannsakar Icesave en málið ekki á borði sérstaks Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. mars 2011 13:20 Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans. SFO hefur nú hafið sjálfstæða rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Sérstakur saksóknari á Íslandi hefur ekki hafið sjálfstæða rannsókn á Icesave-reikningum Landsbankans eða millifærslum af þeim, en rannsókn SFO á Landsbankanum beinist sérstaklega að millifærslum af Icesave-reikningunum stuttu áður en FME tók bankann yfir. SFO hefur undanfarin tvö ár rannsakað starfsemi Kaupþings banka og fyrir nokkrum vikum tók sú rannsókn nýja stefnu þegar nokkrir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings voru handteknir og yfirheyrðir í Lundúnum ásamt bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz. Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá því að nú hafi stofnunin hafið rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Blaðið segir að stofnunin vilji greina peningafærslur tengdar Icesave-reikningunum sem áttu sér stað rétt áður en Fjármálaeftirlitið á Íslandi tók bankann yfir. Stofnunin vinni rannsóknina í samstarfi við rannsóknaraðila á Íslandi og í Lúxemborg. Sérstakur saksóknari hefur sem kunnugt er haft meinta markaðsmisnotkun Landsbankans til rannsóknar og beinist rannsóknin m.a að lánveitingum sem notaðar voru til þess að fjárfesta í bréfum í bankanum sjálfum og hækka þannig verð þeirra. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fréttastofu í morgun að málið snerti rannsókn sem væri á vegum Serious Fraud Office og því gæti embætti hans ekki tjáð sig um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa millifærslur af Icesave-reikningunum ekki verið sjálfstætt rannsóknarefni hjá embætti sérstaks saksóknara. Mikið og náið samstarf er á milli sérstaks saksóknara og SFO en bresku stofnuninni er ekki skylt að tilkynna sérstökum saksóknara um rannsóknir á málefnum íslensku bankanna og því gæti stofnunin hæglega hafið rannsóknir án vitneskju rannsakenda hér heima á Íslandi. Icesave Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Sérstakur saksóknari á Íslandi hefur ekki hafið sjálfstæða rannsókn á Icesave-reikningum Landsbankans eða millifærslum af þeim, en rannsókn SFO á Landsbankanum beinist sérstaklega að millifærslum af Icesave-reikningunum stuttu áður en FME tók bankann yfir. SFO hefur undanfarin tvö ár rannsakað starfsemi Kaupþings banka og fyrir nokkrum vikum tók sú rannsókn nýja stefnu þegar nokkrir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings voru handteknir og yfirheyrðir í Lundúnum ásamt bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz. Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá því að nú hafi stofnunin hafið rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Blaðið segir að stofnunin vilji greina peningafærslur tengdar Icesave-reikningunum sem áttu sér stað rétt áður en Fjármálaeftirlitið á Íslandi tók bankann yfir. Stofnunin vinni rannsóknina í samstarfi við rannsóknaraðila á Íslandi og í Lúxemborg. Sérstakur saksóknari hefur sem kunnugt er haft meinta markaðsmisnotkun Landsbankans til rannsóknar og beinist rannsóknin m.a að lánveitingum sem notaðar voru til þess að fjárfesta í bréfum í bankanum sjálfum og hækka þannig verð þeirra. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fréttastofu í morgun að málið snerti rannsókn sem væri á vegum Serious Fraud Office og því gæti embætti hans ekki tjáð sig um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa millifærslur af Icesave-reikningunum ekki verið sjálfstætt rannsóknarefni hjá embætti sérstaks saksóknara. Mikið og náið samstarf er á milli sérstaks saksóknara og SFO en bresku stofnuninni er ekki skylt að tilkynna sérstökum saksóknara um rannsóknir á málefnum íslensku bankanna og því gæti stofnunin hæglega hafið rannsóknir án vitneskju rannsakenda hér heima á Íslandi.
Icesave Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira