Treysta alfarið á skilanefnd Landsbankans 19. mars 2011 18:48 Landsbanki Íslands. Áhætta er aðeins tengd þriðjungi af eignasafni Landsbankans, fullyrðir skilanefnd bankans. Íslenska ríkið treystir alfarið á skilanefndina og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte við mat á þrotabúinu. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni fullyrðir að 32 milljarðar króna muni lenda á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna. Byggist þetta m.a á uppfærðu mati skilanefndar Landsbankas á verðmæti eignasafnsins, en nefndin telur að 89 prósent eigna skili sér upp í kröfur vegna Icesave. Ríkið fór ekki í sjálfstætt mat á eignasafni bankans, eins og kom fram á kynningarfundi með Icesave-nefndinni í byrjun þessa mánaðar, en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte fór yfir verkferla og matið sjálft og taldi það traust. Jóhannes Karl Sveinsson segir ekki hafa komið til greina að endurskoða eignasafnið. Ríkið eigi enga aðkomu að þrotabúi bankans. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá þrotabúi Landsbankans um nokkur atriði tengd verðmæti eignasafns bankans. Eftir hamfarirnar í Japan rýrnaði evrópska hlutabréfavísitalan Eurostoxx um 5 prósent þar sem mörg evrópsk fyrirtæki eiga hagsmuni að gæta gagnvart Japan. Hafði þetta áhrif á eignir Landsbankans? Í svari frá þrotabúi bankans segir að gefið sé út nýtt mat á fjárhagsstöðu og áætluðum endurheimtum á þriggja mánaða fresti og skammt sé liðið frá síðasta mati. Í svari frá þrotabúi bankans segir að bankinn hafi ekki gert nýtt verðmat. Þá segir varðandi mat Deloitte að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki aðeins metið verkferla við mat á verðmæti heldur einnig niðurstöður matsins sjálfs. Í lok síðasta árs námu eignir þrotabús Landsbankans jafnvirði 1.175 milljörðum króna. Heimildarmenn sem starfa fyrir þrotabú bankans fullyrða að eignasafnið líti í grófum dráttum svona út: Þriðjungur eigna sé reiðufé, peningar sem hægt sé að borga út. Einn þriðji sé síðan skuldabréf sem Nýi Landsbankinn gaf út þegar bankarnir voru endurfjármagnaðir og svo loks eru það útlánin en það eru lán til fyrirtækja í Bretlandi og Hollandi, skuldabréf og aðrar eignir og það er þessi liður sem mesta áhættan er bundin við. Icesave Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Áhætta er aðeins tengd þriðjungi af eignasafni Landsbankans, fullyrðir skilanefnd bankans. Íslenska ríkið treystir alfarið á skilanefndina og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte við mat á þrotabúinu. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni fullyrðir að 32 milljarðar króna muni lenda á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna. Byggist þetta m.a á uppfærðu mati skilanefndar Landsbankas á verðmæti eignasafnsins, en nefndin telur að 89 prósent eigna skili sér upp í kröfur vegna Icesave. Ríkið fór ekki í sjálfstætt mat á eignasafni bankans, eins og kom fram á kynningarfundi með Icesave-nefndinni í byrjun þessa mánaðar, en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte fór yfir verkferla og matið sjálft og taldi það traust. Jóhannes Karl Sveinsson segir ekki hafa komið til greina að endurskoða eignasafnið. Ríkið eigi enga aðkomu að þrotabúi bankans. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá þrotabúi Landsbankans um nokkur atriði tengd verðmæti eignasafns bankans. Eftir hamfarirnar í Japan rýrnaði evrópska hlutabréfavísitalan Eurostoxx um 5 prósent þar sem mörg evrópsk fyrirtæki eiga hagsmuni að gæta gagnvart Japan. Hafði þetta áhrif á eignir Landsbankans? Í svari frá þrotabúi bankans segir að gefið sé út nýtt mat á fjárhagsstöðu og áætluðum endurheimtum á þriggja mánaða fresti og skammt sé liðið frá síðasta mati. Í svari frá þrotabúi bankans segir að bankinn hafi ekki gert nýtt verðmat. Þá segir varðandi mat Deloitte að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki aðeins metið verkferla við mat á verðmæti heldur einnig niðurstöður matsins sjálfs. Í lok síðasta árs námu eignir þrotabús Landsbankans jafnvirði 1.175 milljörðum króna. Heimildarmenn sem starfa fyrir þrotabú bankans fullyrða að eignasafnið líti í grófum dráttum svona út: Þriðjungur eigna sé reiðufé, peningar sem hægt sé að borga út. Einn þriðji sé síðan skuldabréf sem Nýi Landsbankinn gaf út þegar bankarnir voru endurfjármagnaðir og svo loks eru það útlánin en það eru lán til fyrirtækja í Bretlandi og Hollandi, skuldabréf og aðrar eignir og það er þessi liður sem mesta áhættan er bundin við.
Icesave Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira