Segir að kostnaður gæti orðið 1.100 milljarðar ef mál tapast Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. mars 2011 18:29 Jóhannes Karl Sveinsson, sem situr í Icesave-nefndinni, á fundinum í gær. Nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni segir að umræða um dómstólaleiðina sé mjög villandi. Ef niðurstaða samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum sé brot vegna mismununar gætu Íslendingar þurft að greiða ellefu hundruð milljarða króna til Breta og Hollendinga. ESA er búið að komast að niðurstöðu Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem er í Icesave-nefndinni, sagði á fundi í Arion banka í gær að að umræðan um nýju samningana og dómstólaleiðina væri mjög villandi. Hann sagði að Bretar og Hollendingar ættu enga aðkomu að dómsmáli í upphafi færi svo að þjóðin segði nei, enda væru aðilar að slíku máli aðeins ESA og íslenska ríkið. Í slíku samningsbrotamáli fyrir EFTA-dómstólnum væri aðeins tekist á um lagaskyldu, ekki fjárhæð eða vexti, en sem kunnugt er telur ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við ákvæði EES-samningsins með því að mismuna sparifjáreigendum hjá bönkunum og með því að hafa ekki búið svo um hnútana að Tryggingarsjóður innistæðueigenda gæti staðið við skuldbindingar sínar. Í flestum tilvikum hefur ESA haft réttinn sín megin í málaferlum fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef eftirlitsstofnun EFTA hefur rétt fyrir sér og EFTA-dómstóllinn segir, eins og hann hefur oft gert, að (ESA) hafi metið skuldbindingar réttar samkvæmt EES-samningnum þá skiptir máli hvernig það tap yrði, ef kalla má tap. Mun það mál bara snúast um lágmarksinnistæðutryggingarnar, þessa sex hundruð milljarða, eða mun það snúast um mismunun, að við höfum mismunað sparifjáreigendum, þá er það verra. Það er stærra tap, skulum við segja. Þá þurfum við að eiga við tjón vegna ellefu hundruð milljarða, en ekki bara sex hundruð," sagði Jóhannes Karl. Eftir slíka niðurstöðu yrði boltinn hjá Íslendingum. Annað hvort myndi ríkið þá bæta tjónið eða bíða eftir því að Bretar og Hollendingar færu í bótamál. Þægileg tilhugsun að íslenskir dómarar dæmi - eða er það draumsýn? Jóhannes Karl sagði að aðeins að undangenginni niðurstöðu EFTA-dómstólsins gætu Bretar og Hollendingar sótt rétt sinn á hendur ríkinu. „Við gætum auðvitað líka hunsað dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins og látið þá sækja okkur á okkar heimavarnarþingi sem er Héraðsdómur Reykjavíkur. Mörgum finnst það voðalega þægileg tilhugsun að það verði Íslendingar sem dæmi um okkar skuldbindingar á endanum og að þeir muni gera það sem er best fyrir Ísland. Og þá er það spurningin, er það raunhæf hugsun eða er það draumsýn?" spurði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl sagði að í umræðu um bótamál gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gleymdist að í slíku máli þyrfti að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins til að fá álit á því hvernig skýra ætti Evrópureglur sem vörðuðu þann ágreining sem uppi væri. „Íslenskir dómstólar geta ekki, samkvæmt EES-samningnum og þeirri dómaframkvæmd sem er á Íslandi, sagst ekki taka neitt mark á ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem leitað yrði í slíku máli. Það er dálítil einföldun að segja að íslenskir dómstólar geti túlkað þetta eftir eigin höfði. Það er verið að fást við alþjóðasamning (EES-samninginn innsk.blm) og það verður að hafa hliðsjón af þeirri túlkun sem þar er. Þetta byggir allt á því," sagði Jóhannes Karl. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni segir að umræða um dómstólaleiðina sé mjög villandi. Ef niðurstaða samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum sé brot vegna mismununar gætu Íslendingar þurft að greiða ellefu hundruð milljarða króna til Breta og Hollendinga. ESA er búið að komast að niðurstöðu Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem er í Icesave-nefndinni, sagði á fundi í Arion banka í gær að að umræðan um nýju samningana og dómstólaleiðina væri mjög villandi. Hann sagði að Bretar og Hollendingar ættu enga aðkomu að dómsmáli í upphafi færi svo að þjóðin segði nei, enda væru aðilar að slíku máli aðeins ESA og íslenska ríkið. Í slíku samningsbrotamáli fyrir EFTA-dómstólnum væri aðeins tekist á um lagaskyldu, ekki fjárhæð eða vexti, en sem kunnugt er telur ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við ákvæði EES-samningsins með því að mismuna sparifjáreigendum hjá bönkunum og með því að hafa ekki búið svo um hnútana að Tryggingarsjóður innistæðueigenda gæti staðið við skuldbindingar sínar. Í flestum tilvikum hefur ESA haft réttinn sín megin í málaferlum fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef eftirlitsstofnun EFTA hefur rétt fyrir sér og EFTA-dómstóllinn segir, eins og hann hefur oft gert, að (ESA) hafi metið skuldbindingar réttar samkvæmt EES-samningnum þá skiptir máli hvernig það tap yrði, ef kalla má tap. Mun það mál bara snúast um lágmarksinnistæðutryggingarnar, þessa sex hundruð milljarða, eða mun það snúast um mismunun, að við höfum mismunað sparifjáreigendum, þá er það verra. Það er stærra tap, skulum við segja. Þá þurfum við að eiga við tjón vegna ellefu hundruð milljarða, en ekki bara sex hundruð," sagði Jóhannes Karl. Eftir slíka niðurstöðu yrði boltinn hjá Íslendingum. Annað hvort myndi ríkið þá bæta tjónið eða bíða eftir því að Bretar og Hollendingar færu í bótamál. Þægileg tilhugsun að íslenskir dómarar dæmi - eða er það draumsýn? Jóhannes Karl sagði að aðeins að undangenginni niðurstöðu EFTA-dómstólsins gætu Bretar og Hollendingar sótt rétt sinn á hendur ríkinu. „Við gætum auðvitað líka hunsað dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins og látið þá sækja okkur á okkar heimavarnarþingi sem er Héraðsdómur Reykjavíkur. Mörgum finnst það voðalega þægileg tilhugsun að það verði Íslendingar sem dæmi um okkar skuldbindingar á endanum og að þeir muni gera það sem er best fyrir Ísland. Og þá er það spurningin, er það raunhæf hugsun eða er það draumsýn?" spurði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl sagði að í umræðu um bótamál gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gleymdist að í slíku máli þyrfti að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins til að fá álit á því hvernig skýra ætti Evrópureglur sem vörðuðu þann ágreining sem uppi væri. „Íslenskir dómstólar geta ekki, samkvæmt EES-samningnum og þeirri dómaframkvæmd sem er á Íslandi, sagst ekki taka neitt mark á ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem leitað yrði í slíku máli. Það er dálítil einföldun að segja að íslenskir dómstólar geti túlkað þetta eftir eigin höfði. Það er verið að fást við alþjóðasamning (EES-samninginn innsk.blm) og það verður að hafa hliðsjón af þeirri túlkun sem þar er. Þetta byggir allt á því," sagði Jóhannes Karl. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira