Fótbolti

Þjálfari Gylfa útskýrir af hverju hann er ekki alltaf í byrjunarliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi, til vinstri, í leik með Hoffenheim.
Gylfi, til vinstri, í leik með Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts
Marco Pezzaiuoli segir að það eigi hafi sínar ástæður af hverju Gylfi Þór Sigurðsson er ekki alltaf í byrjunarliði Hoffenheim.

Gylfi er markahæsti leikmaður liðsins með sjö deildarmörk en hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í fimm deildarleikjum.

Hann hefur engu að síður komið við sögu í alls sautján leikjum í deildinni í vetur.

Hoffenheim mætir Köln um helgina og í viðtali við heimasíðu félagsins vildi stjóri þess, Pezzaiuoli, ekki svara því beint hvort að Gylfi yrði í byrjunarliðinu í þetta skiptið.

„Það hefur sínar taktísku ástæður af hverju Gylfi spilar ekki alla leiki í byrjunarliði," sagði hann. „Gylfi vill helst spila á miðjunni og þar eru fleiri en hann að berjast um stöður í liðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×