Eigandi Red Bull á móti því að hagræða úrslitum í titilsókn 9. nóvember 2010 11:43 Mark Webber og Dietrick Mateschitz. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi. Red Bull hefði getað beitt liðsskipunum um síðustu helgi með því að skipa Sebastian Vettel að hleypa Mark Webber framúr sér. Þá væri Webber aðeins einu stigi á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, ekki 8 eins og nú er. Vettel vann mótið á sunnudaginn og er 16 stigum á eftir Alonso. Þeir eiga allir möguleika á titilinum ásamt Lewis Hamilton sem er 24 stigum á eftir Alonso. "Það kom aldrei til greina að við skiptum okkur af ökumönnum okkar. Það gagnrýndi allur heimurinn Ferrari fyrir það sem þeir gerðu í Hockenheim og við lítum út eins og kjánar fyrir að hafa ekki gert það sama",, sagði Mateshitz í frétt á autosport.com. Felipe Massa og Fernando Alonso hjá Ferrari skiptust á sætum í keppni í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu. Hann fékk sjö aukastig og er núna með 8 stiga forskot á Mark Webber fyrir lokamótið. Ferrari fékk peningasekt fyrir tiltækið hjá FIA, en hélt stigunum í keppni ökumanna og bílasmiða. "Við höfum aldrei hugleitt að þetta á meðan báðir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Það er ekki víst að Alonso verði alltaf sá lánsami. Það verður ótrúlega spenna í Abu Dhabi. Við munum vita það á sunnudagskvöld hvort við náðum hinum helmingnum (Red Bull er þegar meistari bílsmiða) og hvort við náum árangri. Annað sætið gæti verið betra við vissar aðstæður en sigur með liðsskipunum." Mateschitz er ánægður með titil bílsmiða, þann fyrsta sem Red Bull fagnar. "Það var mikið í húfi. Maður veit aldrei hvað gerist eins og við lærðum nýlega. Þetta er dásamlegt tilfinning að hafa unnið titil bílasmiða. Við höfum unnið að þessu hörðum höndum í fimm ár og erum ánægðir með afraksturinn." "Við misstum af titilinum í fyrra, en höfum núna náð 50% af markmiðum okkar. Vonandi náum við hinum 50% á sunnudaginn", sagði Mateschitz. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi. Red Bull hefði getað beitt liðsskipunum um síðustu helgi með því að skipa Sebastian Vettel að hleypa Mark Webber framúr sér. Þá væri Webber aðeins einu stigi á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, ekki 8 eins og nú er. Vettel vann mótið á sunnudaginn og er 16 stigum á eftir Alonso. Þeir eiga allir möguleika á titilinum ásamt Lewis Hamilton sem er 24 stigum á eftir Alonso. "Það kom aldrei til greina að við skiptum okkur af ökumönnum okkar. Það gagnrýndi allur heimurinn Ferrari fyrir það sem þeir gerðu í Hockenheim og við lítum út eins og kjánar fyrir að hafa ekki gert það sama",, sagði Mateshitz í frétt á autosport.com. Felipe Massa og Fernando Alonso hjá Ferrari skiptust á sætum í keppni í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu. Hann fékk sjö aukastig og er núna með 8 stiga forskot á Mark Webber fyrir lokamótið. Ferrari fékk peningasekt fyrir tiltækið hjá FIA, en hélt stigunum í keppni ökumanna og bílasmiða. "Við höfum aldrei hugleitt að þetta á meðan báðir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Það er ekki víst að Alonso verði alltaf sá lánsami. Það verður ótrúlega spenna í Abu Dhabi. Við munum vita það á sunnudagskvöld hvort við náðum hinum helmingnum (Red Bull er þegar meistari bílsmiða) og hvort við náum árangri. Annað sætið gæti verið betra við vissar aðstæður en sigur með liðsskipunum." Mateschitz er ánægður með titil bílsmiða, þann fyrsta sem Red Bull fagnar. "Það var mikið í húfi. Maður veit aldrei hvað gerist eins og við lærðum nýlega. Þetta er dásamlegt tilfinning að hafa unnið titil bílasmiða. Við höfum unnið að þessu hörðum höndum í fimm ár og erum ánægðir með afraksturinn." "Við misstum af titilinum í fyrra, en höfum núna náð 50% af markmiðum okkar. Vonandi náum við hinum 50% á sunnudaginn", sagði Mateschitz.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira