Hamilton nærri því að hætta 2009 8. mars 2010 11:00 Lewis Hamilton spáði í að hætta í fyrra eftir mistök í spjalli við dómarra mótsins í Ástralíu. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton sagði breskum fjölmiðlamönnum í morgun að hann hefði verið nálægt því að hætta í Formúlu 1 árið 2009, eftir að hann var tekið á beinið fyrir að brjóta af sér og segja ósatt í fyrsta móti ársins í fyrra. Ólafur Guðmundsson var meðal dómara sem ræddi við Hamilton eftir atvik í brautinni. "Mér leið um tíma eins og ég ætti ekki heima í þessari íþrótt. Ég er hjá draumaliðinu og langar ekki að keyra með neinum öðrum. Ég hafði því ekki áhuga á að yfirgefa liðið, heldur íþróttina. Ég hef aldrei haft áhuga á að keyra fyrir annað lið. En um stund fannst mér allt yfirþyrmandi", sagði Hamilton. "Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni, liðinu og áhugamönnum og mörg merkileg bréf frá fólki og fannst allir gefa mér annan sjéns. Ég elska að keppa, en stundum er erfitt að mæta erfiðleikum. Ég var neikvæður í nokkra mánuði en áttaði mig á því að það voru ekki allir neikvæðir í minn garð, þó mér finndist það kannski stundum. "Ég mun ekki lenda í þessari aðstöðu aftur. Þetta er svipað og ef hundur bítur þig. Þú vilt ekki að það gerist aftur. Ég hef verið bitinn einu sinni og hef ekki trú á að það sama gerist aftur." "Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég hef alltaf elskað þessa íþrótt. Elska að sigra og á réttan hátt. Heiðarleiki er það sem skiptir mestu máli", sagði Hamilton. Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton sagði breskum fjölmiðlamönnum í morgun að hann hefði verið nálægt því að hætta í Formúlu 1 árið 2009, eftir að hann var tekið á beinið fyrir að brjóta af sér og segja ósatt í fyrsta móti ársins í fyrra. Ólafur Guðmundsson var meðal dómara sem ræddi við Hamilton eftir atvik í brautinni. "Mér leið um tíma eins og ég ætti ekki heima í þessari íþrótt. Ég er hjá draumaliðinu og langar ekki að keyra með neinum öðrum. Ég hafði því ekki áhuga á að yfirgefa liðið, heldur íþróttina. Ég hef aldrei haft áhuga á að keyra fyrir annað lið. En um stund fannst mér allt yfirþyrmandi", sagði Hamilton. "Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni, liðinu og áhugamönnum og mörg merkileg bréf frá fólki og fannst allir gefa mér annan sjéns. Ég elska að keppa, en stundum er erfitt að mæta erfiðleikum. Ég var neikvæður í nokkra mánuði en áttaði mig á því að það voru ekki allir neikvæðir í minn garð, þó mér finndist það kannski stundum. "Ég mun ekki lenda í þessari aðstöðu aftur. Þetta er svipað og ef hundur bítur þig. Þú vilt ekki að það gerist aftur. Ég hef verið bitinn einu sinni og hef ekki trú á að það sama gerist aftur." "Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég hef alltaf elskað þessa íþrótt. Elska að sigra og á réttan hátt. Heiðarleiki er það sem skiptir mestu máli", sagði Hamilton.
Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira