Misvægi atkvæða í ESB Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. desember 2010 05:30 Ritstjóri Fréttablaðsins telur misvægi atkvæða vera brot á grundvallarmannréttindum og segir að stjórnmálafræðingar hafi ekki fundið í veröldinni jafnkerfisbundna mismunun og hann telur vera hér á landi. Með þessu styður hann þá skoðun sína að landið eigi að vera eitt kjördæmi og finnur að því í skoðun föstudagsblaðsins að ég skuli vera annarrar skoðunar. Nú liggja fyrir úrslit í kosningunni til stjórnlagaþings þar sem landið var eitt kjördæmi. Það fyrirkomulag leiðir greinilega fram að meirihlutinn fær ekki aðeins meirihluta þingsæta heldur nánast öll. Minnihlutinn fær nánast enga fulltrúa kjörna af sínu landsvæði. Kjósendur á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum eru sviptir fulltrúum sínum. Þetta misvægi er miklu meira en það sem ritstjóri Fréttablaðsins gagnrýnir, en lætur samt nú óátalið. Það skipir líklega öllu máli á hvorn veginn misvægið er. Misvægi atkvæða er víða þekkt og er rökstutt með því að líta til allra þátta og vega þá og meta saman. Íbúar í höfuðborg Bandaríkjanna fá ekki að kjósa til öldungadeildar, þar sem þeir hafi mikil áhrif fyrir í krafti aðseturs þingsins og ríkisstjórnar. Misvægi atkvæða í Kaliforníu og Alaska er 1:54, en bæði ríkin kjósa 2 fulltrúa til öldungadeildar. Misvægi atkvæða í Bretlandi milli kjördæma var mest 1:4 síðast þegar ég leit á það. En kannski er athyglisverðast misvægið milli landa í kosningum til Evrópuþingsins. Ég hygg að ritstjóri Fréttablaðsins sé fylgjandi því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Í kosningunum í fyrra var misvægi atkvæða milli kjósenda í Möltu og Danmörk 5:1, milli Danmerkur og Þýskalands 2:1 og milli Möltu og Þýskalands 10:1. Þetta er fyrirkomulag sem ritstjórinn segir vera brot á grundvallarmannréttindum, en ESB og aðildarlönd þess ekki. Ef Íslendingar ganga í sambandið og fá jafnmarga þingmenn og Malta þá vex mesta misvægi atkvæða upp í 15:1. Ég veit ekki annað en að íslensk stjórnvöld geri kröfu til þess að fá þetta misvægi atkvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins telur misvægi atkvæða vera brot á grundvallarmannréttindum og segir að stjórnmálafræðingar hafi ekki fundið í veröldinni jafnkerfisbundna mismunun og hann telur vera hér á landi. Með þessu styður hann þá skoðun sína að landið eigi að vera eitt kjördæmi og finnur að því í skoðun föstudagsblaðsins að ég skuli vera annarrar skoðunar. Nú liggja fyrir úrslit í kosningunni til stjórnlagaþings þar sem landið var eitt kjördæmi. Það fyrirkomulag leiðir greinilega fram að meirihlutinn fær ekki aðeins meirihluta þingsæta heldur nánast öll. Minnihlutinn fær nánast enga fulltrúa kjörna af sínu landsvæði. Kjósendur á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum eru sviptir fulltrúum sínum. Þetta misvægi er miklu meira en það sem ritstjóri Fréttablaðsins gagnrýnir, en lætur samt nú óátalið. Það skipir líklega öllu máli á hvorn veginn misvægið er. Misvægi atkvæða er víða þekkt og er rökstutt með því að líta til allra þátta og vega þá og meta saman. Íbúar í höfuðborg Bandaríkjanna fá ekki að kjósa til öldungadeildar, þar sem þeir hafi mikil áhrif fyrir í krafti aðseturs þingsins og ríkisstjórnar. Misvægi atkvæða í Kaliforníu og Alaska er 1:54, en bæði ríkin kjósa 2 fulltrúa til öldungadeildar. Misvægi atkvæða í Bretlandi milli kjördæma var mest 1:4 síðast þegar ég leit á það. En kannski er athyglisverðast misvægið milli landa í kosningum til Evrópuþingsins. Ég hygg að ritstjóri Fréttablaðsins sé fylgjandi því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Í kosningunum í fyrra var misvægi atkvæða milli kjósenda í Möltu og Danmörk 5:1, milli Danmerkur og Þýskalands 2:1 og milli Möltu og Þýskalands 10:1. Þetta er fyrirkomulag sem ritstjórinn segir vera brot á grundvallarmannréttindum, en ESB og aðildarlönd þess ekki. Ef Íslendingar ganga í sambandið og fá jafnmarga þingmenn og Malta þá vex mesta misvægi atkvæða upp í 15:1. Ég veit ekki annað en að íslensk stjórnvöld geri kröfu til þess að fá þetta misvægi atkvæða.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun