Bakarar berjast til góðs 23. október 2010 13:00 láta gott af sér leiða Hilmir Hjálmarsson, til vinstri, og Stefán Gaukur Rafnsson mætast í Góðgerðabardaganum mikla á laugardaginn næsta. Þeir berjast til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum.Myndir/Arnold Björnsson Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta. „Við félagarnir í vinnunni erum stanslaust í samkeppni og okkur langaði að fara að æfa einhverja íþrótt saman. Á sama tíma langaði mig að reyna að gera eitthvað til að styrkja einhverf börn en gera það á óhefðbundinn hátt," útskýrir Hilmir, sem á ungan frænda sem er einhverfur og því er málefnið honum hugleikið. Hilmir og Stefán ákváðu í kjölfarið að hefja æfingar hjá Hnefaleikastöðinni og hafa þeir nú æft stíft í um sjö mánuði. Spurður hvort það sé nægur tími til að koma sér í form fyrir slíkan bardaga svarar Hilmir því játandi. „Sjö mánuðir eru nóg ef maður er að berjast við annan mann sem hefur æft jafn lengi, en ég tók einn æfingabardaga við Íslandsmeistarann og hann rúllaði mér upp." Hilmir og Stefán ætla sér báðir að vinna bardagann og verður því hart barist að Hlíðarenda á laugardaginn. „Ég er mjög sigurviss enda eldri, stærri, sterkari og sneggri. Ég ætla ekki að láta einhvern smástrák sem er sjö árum yngri lemja mig," segir Hilmir og hlær. Hilmir óttast ekki að bardaginn muni hafa áhrif á vináttuna, þeir séu aðeins andstæðingar innan hringsins. Þegar hann er að lokum inntur eftir því hvort hann kvíði bardaganum svarar Hilmir því neitandi. „Ég hef ekki haft tíma til að vera kvíðinn eða hugsa mikið um hringinn, það er búið að vera svo mikið að gera. Við erum báðir í góðu formi og þetta verður bara þrusubardagi og ég ætla mér að taka þetta," segir hann að lokum. Miði á Góðgerðabardagann mikla kostar 1.000 krónur og er hægt að nálgast miðana í gegnum midi.is. sara@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta. „Við félagarnir í vinnunni erum stanslaust í samkeppni og okkur langaði að fara að æfa einhverja íþrótt saman. Á sama tíma langaði mig að reyna að gera eitthvað til að styrkja einhverf börn en gera það á óhefðbundinn hátt," útskýrir Hilmir, sem á ungan frænda sem er einhverfur og því er málefnið honum hugleikið. Hilmir og Stefán ákváðu í kjölfarið að hefja æfingar hjá Hnefaleikastöðinni og hafa þeir nú æft stíft í um sjö mánuði. Spurður hvort það sé nægur tími til að koma sér í form fyrir slíkan bardaga svarar Hilmir því játandi. „Sjö mánuðir eru nóg ef maður er að berjast við annan mann sem hefur æft jafn lengi, en ég tók einn æfingabardaga við Íslandsmeistarann og hann rúllaði mér upp." Hilmir og Stefán ætla sér báðir að vinna bardagann og verður því hart barist að Hlíðarenda á laugardaginn. „Ég er mjög sigurviss enda eldri, stærri, sterkari og sneggri. Ég ætla ekki að láta einhvern smástrák sem er sjö árum yngri lemja mig," segir Hilmir og hlær. Hilmir óttast ekki að bardaginn muni hafa áhrif á vináttuna, þeir séu aðeins andstæðingar innan hringsins. Þegar hann er að lokum inntur eftir því hvort hann kvíði bardaganum svarar Hilmir því neitandi. „Ég hef ekki haft tíma til að vera kvíðinn eða hugsa mikið um hringinn, það er búið að vera svo mikið að gera. Við erum báðir í góðu formi og þetta verður bara þrusubardagi og ég ætla mér að taka þetta," segir hann að lokum. Miði á Góðgerðabardagann mikla kostar 1.000 krónur og er hægt að nálgast miðana í gegnum midi.is. sara@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira