Bakarar berjast til góðs 23. október 2010 13:00 láta gott af sér leiða Hilmir Hjálmarsson, til vinstri, og Stefán Gaukur Rafnsson mætast í Góðgerðabardaganum mikla á laugardaginn næsta. Þeir berjast til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum.Myndir/Arnold Björnsson Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta. „Við félagarnir í vinnunni erum stanslaust í samkeppni og okkur langaði að fara að æfa einhverja íþrótt saman. Á sama tíma langaði mig að reyna að gera eitthvað til að styrkja einhverf börn en gera það á óhefðbundinn hátt," útskýrir Hilmir, sem á ungan frænda sem er einhverfur og því er málefnið honum hugleikið. Hilmir og Stefán ákváðu í kjölfarið að hefja æfingar hjá Hnefaleikastöðinni og hafa þeir nú æft stíft í um sjö mánuði. Spurður hvort það sé nægur tími til að koma sér í form fyrir slíkan bardaga svarar Hilmir því játandi. „Sjö mánuðir eru nóg ef maður er að berjast við annan mann sem hefur æft jafn lengi, en ég tók einn æfingabardaga við Íslandsmeistarann og hann rúllaði mér upp." Hilmir og Stefán ætla sér báðir að vinna bardagann og verður því hart barist að Hlíðarenda á laugardaginn. „Ég er mjög sigurviss enda eldri, stærri, sterkari og sneggri. Ég ætla ekki að láta einhvern smástrák sem er sjö árum yngri lemja mig," segir Hilmir og hlær. Hilmir óttast ekki að bardaginn muni hafa áhrif á vináttuna, þeir séu aðeins andstæðingar innan hringsins. Þegar hann er að lokum inntur eftir því hvort hann kvíði bardaganum svarar Hilmir því neitandi. „Ég hef ekki haft tíma til að vera kvíðinn eða hugsa mikið um hringinn, það er búið að vera svo mikið að gera. Við erum báðir í góðu formi og þetta verður bara þrusubardagi og ég ætla mér að taka þetta," segir hann að lokum. Miði á Góðgerðabardagann mikla kostar 1.000 krónur og er hægt að nálgast miðana í gegnum midi.is. sara@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta. „Við félagarnir í vinnunni erum stanslaust í samkeppni og okkur langaði að fara að æfa einhverja íþrótt saman. Á sama tíma langaði mig að reyna að gera eitthvað til að styrkja einhverf börn en gera það á óhefðbundinn hátt," útskýrir Hilmir, sem á ungan frænda sem er einhverfur og því er málefnið honum hugleikið. Hilmir og Stefán ákváðu í kjölfarið að hefja æfingar hjá Hnefaleikastöðinni og hafa þeir nú æft stíft í um sjö mánuði. Spurður hvort það sé nægur tími til að koma sér í form fyrir slíkan bardaga svarar Hilmir því játandi. „Sjö mánuðir eru nóg ef maður er að berjast við annan mann sem hefur æft jafn lengi, en ég tók einn æfingabardaga við Íslandsmeistarann og hann rúllaði mér upp." Hilmir og Stefán ætla sér báðir að vinna bardagann og verður því hart barist að Hlíðarenda á laugardaginn. „Ég er mjög sigurviss enda eldri, stærri, sterkari og sneggri. Ég ætla ekki að láta einhvern smástrák sem er sjö árum yngri lemja mig," segir Hilmir og hlær. Hilmir óttast ekki að bardaginn muni hafa áhrif á vináttuna, þeir séu aðeins andstæðingar innan hringsins. Þegar hann er að lokum inntur eftir því hvort hann kvíði bardaganum svarar Hilmir því neitandi. „Ég hef ekki haft tíma til að vera kvíðinn eða hugsa mikið um hringinn, það er búið að vera svo mikið að gera. Við erum báðir í góðu formi og þetta verður bara þrusubardagi og ég ætla mér að taka þetta," segir hann að lokum. Miði á Góðgerðabardagann mikla kostar 1.000 krónur og er hægt að nálgast miðana í gegnum midi.is. sara@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið