McLaren stjórinn afskrifar ekki Ferrari og Mercedes liðin í titilslagnum 20. júlí 2010 14:18 Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Mynd: Getty Images McLaren liðið telur sig vera með toppbíl í höndunum, en Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri liðsins segir að stöðug þróunarvinna sé lykilatriði í meistarabaráttunni og bakvið sigur í einstökum mótum. "Ég tel að við séum með bíl sem getur unnið mót og það þarf þolgóðan bíl og hraðskreiðan til að vinna", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. Ökumenn McLaren, Lewis Hamilton og Jenson Button eru efstir í stigamóti ökumanna og lið McLaren er efst í stigamóti bílasmiða. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. "Vissulega væri gott að vera enn fljótari og enn þolbetri, en ég tel okkur vera í þokkalegri stöðu. En við verðum að halda áfram þróunarvinnunni ef við eigum að vinna titlanna í ár:" McLaren ætlar að prófa nýja útgáfu af útblásturskerfi sem virkar betur með loftdreifinum aftan á bílnum, en sá gamli. Búnaðurinn verður prófaður á föstudagsæfingum keppnisliða og skoðað hvernig hann kemur út. Liðið prófaði sama búnað á Silverstone brautinni, en afréð að nota hann ekki nema á æfingum. Whitmarsh telur Ferrari liðið enn inn í myndinni varðandi meistaraslaginn, þó liðið hafi ekki unnið mót síðan í Barein. "Reynslan segir mér að afskrifa ekki Ferrari. Liðið er sterkt og hafi tæknilega kunnáttu til staðar, fjármagn og fyrrum meistara innan borðs, auk annars toppökumanns. Þá er Mercedes með fyrrum meistara og gíðan ökumann í Nico. Það er ekki hægt að afskrifa þá. Við verðum að bæta bílinn og gera eins vel og við getum. Red Bull er helsti keppinauturinn, en ég vil ekki afskrifa hina", sagði Whitmarsh. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
McLaren liðið telur sig vera með toppbíl í höndunum, en Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri liðsins segir að stöðug þróunarvinna sé lykilatriði í meistarabaráttunni og bakvið sigur í einstökum mótum. "Ég tel að við séum með bíl sem getur unnið mót og það þarf þolgóðan bíl og hraðskreiðan til að vinna", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. Ökumenn McLaren, Lewis Hamilton og Jenson Button eru efstir í stigamóti ökumanna og lið McLaren er efst í stigamóti bílasmiða. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. "Vissulega væri gott að vera enn fljótari og enn þolbetri, en ég tel okkur vera í þokkalegri stöðu. En við verðum að halda áfram þróunarvinnunni ef við eigum að vinna titlanna í ár:" McLaren ætlar að prófa nýja útgáfu af útblásturskerfi sem virkar betur með loftdreifinum aftan á bílnum, en sá gamli. Búnaðurinn verður prófaður á föstudagsæfingum keppnisliða og skoðað hvernig hann kemur út. Liðið prófaði sama búnað á Silverstone brautinni, en afréð að nota hann ekki nema á æfingum. Whitmarsh telur Ferrari liðið enn inn í myndinni varðandi meistaraslaginn, þó liðið hafi ekki unnið mót síðan í Barein. "Reynslan segir mér að afskrifa ekki Ferrari. Liðið er sterkt og hafi tæknilega kunnáttu til staðar, fjármagn og fyrrum meistara innan borðs, auk annars toppökumanns. Þá er Mercedes með fyrrum meistara og gíðan ökumann í Nico. Það er ekki hægt að afskrifa þá. Við verðum að bæta bílinn og gera eins vel og við getum. Red Bull er helsti keppinauturinn, en ég vil ekki afskrifa hina", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira