Raikkönen ekki í Formúlu 1 2011 29. október 2010 09:37 Það hefur ekki allt gengið eftir bókinni hjá Raikkönen. Hann hefur lent í ýmsum uppákomum í mótum og sést hér skoða bíl sinn eftir óhapp í upphitun fyrir HM mótið í Japan. Mynd: Getty Images/Massimo Bettiol Umboðsmaður Kimi Raikkönen segir að hann keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári, en nokkur umræða hefur verið um að hann mætti í slaginn aftur. Um tíma var mikil umfjöllun um möguleika hans á sæti hjá Renault, en hann eyddi þeim hugmyndum fyrir nokkru. "Við erum ekki að leita eftir tækifærum í Formúlu 1. Kimi hefur augastað á rallakstri", sagði Steve Robertson í samtali við finnsku MTV3 sjónvarpsstöðina samkvæmt frétt á autosport.com. Sú stöð sýnir frá Formúlu 1 mótum, en Robertson er í umboðsmannateymi Raikkönens. Raikkönen hefur keppt í rallakstri á þessu ári með Citroen, með stuðningi frá Red Bull samsteypunni og hefur hann áhuga á að halda því áfram. Samkvæmt því sem Robertson segir er ekkert fast í hendi hvað það varðar fyrir næsta ár. Bílaframleiðandinn Mini mætir í slaginn í nokkur mót á næsta ári og hefur sýnt Raikkönen áhuga. Mini bíllinn verður undir handleiðslu Prodrive fyrirtækisins, sem sá um Subaru á sínum tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. BMW er eigandi að Mini merkinu í dag og verður BMW vél í Mini rallbílnum. Að sögn Robertson eru þeir í viðræðum við nokkur lið hvað heimsmeistarakeppnina í rallakstri varðar og hann segist ekki afskrifa endurkomu Raikkönen í Formúlu 1 í framtíðinni. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Umboðsmaður Kimi Raikkönen segir að hann keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári, en nokkur umræða hefur verið um að hann mætti í slaginn aftur. Um tíma var mikil umfjöllun um möguleika hans á sæti hjá Renault, en hann eyddi þeim hugmyndum fyrir nokkru. "Við erum ekki að leita eftir tækifærum í Formúlu 1. Kimi hefur augastað á rallakstri", sagði Steve Robertson í samtali við finnsku MTV3 sjónvarpsstöðina samkvæmt frétt á autosport.com. Sú stöð sýnir frá Formúlu 1 mótum, en Robertson er í umboðsmannateymi Raikkönens. Raikkönen hefur keppt í rallakstri á þessu ári með Citroen, með stuðningi frá Red Bull samsteypunni og hefur hann áhuga á að halda því áfram. Samkvæmt því sem Robertson segir er ekkert fast í hendi hvað það varðar fyrir næsta ár. Bílaframleiðandinn Mini mætir í slaginn í nokkur mót á næsta ári og hefur sýnt Raikkönen áhuga. Mini bíllinn verður undir handleiðslu Prodrive fyrirtækisins, sem sá um Subaru á sínum tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. BMW er eigandi að Mini merkinu í dag og verður BMW vél í Mini rallbílnum. Að sögn Robertson eru þeir í viðræðum við nokkur lið hvað heimsmeistarakeppnina í rallakstri varðar og hann segist ekki afskrifa endurkomu Raikkönen í Formúlu 1 í framtíðinni.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira