Enski boltinn

Manchester United gæti fengið Ozil fyrir 13,5 milljónir punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Ozil í leik með Þjóðverjum á HM í sumar.
Mesut Ozil í leik með Þjóðverjum á HM í sumar. Mynd/Getty Images
Guardian segir frá því í morgun að þótt að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafi talað um það að hann væri ánægður með leikmannahópinn sinn, þá hafi hann engu að síður mikinn áhuga á að kaupa þýska landsliðsmanninn Mesut Ozil frá Werder Bremen.

Sir Alex Ferguson þarf að sannfæra eigendur Manchester United að þær hafi frábært tækifæri til að kaupa Mesut Ozil "ódýrt" þar sem hann er á síðasta ári á sínum feril og gæti því farið frítt frá Werder Bremen næsta sumar.

Guardian skrifar í frétt sinni að Mesut Ozil þyrfti ekki að kosta meira en 13,5 milljónir punda sem er ekki mikið fyrir jafn ungan og spennandi leikmanna en Ozil stóð sig frábærlega með þýska landsliðinu á HM í Suður-Afríku í sumar.

Chelsea, Real Madrid og Barcelona hafa öll sýnt Mesut Ozil áhuga en umboðsmenn þýska landsliðsmannsins hafa víst ekki verið mjög áhugasamir eftir samtöl við fulltrúa spænsku liðanna. Þetta gæti því orðið slagur á milli United og Chelsea um að næla í þennan skemmtilega strák.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×