Krugman: Kreppukraftaverk Íslands 1. júlí 2010 11:42 Paul Krugman. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir tveimur árum, skrifar um heimskreppuna og Ísland í dálki sínum á heimasíðu New York Times í gærkvöldi undir fyrirsögninni Kreppukraftaverkið á Íslandi. Hann segir einhverjar mestu efnahagslegu hamfarir sögunnar hafa dunið á landinu. Örfáir auðmenn hafi reist hér skammlíft fjármálaveldi með ógurlegri skuldsetningu, sem almenningur þurfi nú að greiða fyrir. Krugman segir að hagkerfið hafi orðið hugmyndafræði frjálshyggju og einkavinavæðingu að bráð. Krugman segir þessar ótrúlegu hamfarir hins vegar jafnframt vera gæfu landsins. Vegna þess hvað staða Íslands var þröng og skuldir landsins miklar hafi það neyðst til að beita óhefðbundnum meðulum í baráttunni við kreppuna. Gjaldmiðlinum hafi verið leyft að húrra og gjaldeyrishöftum hafi verið komið á. Það sem Krugman á hér við er að vegna hruns krónunnar hafi halli á utanríkisviðskiptum breyst í afgang, og höggið sem kom á hagkerfið vegna samdráttar í neyslu því orðið mun minna en ella. Og hér kemur það sem vekur athygli Krugmans; þrátt fyrir að Ísland hafi upplifað verstu fjármálakreppu sögunnar hefur það tekið út vægari refsingu en önnur Evrópulönd. Á heimasíðunni dregur hann upp graf þar sem sést að samdráttur í landsframleiðslu og atvinnu hér á landi er mun minni en í löndum sem urðu fyrir sambærilegum eða vægari áföllum en Ísland. Hann segir boðskap sögunnar vera þann að ef ríki lenda í kreppu, þá sé eins gott að hún sé reglulega djúp. Annars sé hætt við að ríkin þiggi ráðleggingar sem valdi enn verri lægð. Grein Krugman má lesa hér. Nóbelsverðlaun Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir tveimur árum, skrifar um heimskreppuna og Ísland í dálki sínum á heimasíðu New York Times í gærkvöldi undir fyrirsögninni Kreppukraftaverkið á Íslandi. Hann segir einhverjar mestu efnahagslegu hamfarir sögunnar hafa dunið á landinu. Örfáir auðmenn hafi reist hér skammlíft fjármálaveldi með ógurlegri skuldsetningu, sem almenningur þurfi nú að greiða fyrir. Krugman segir að hagkerfið hafi orðið hugmyndafræði frjálshyggju og einkavinavæðingu að bráð. Krugman segir þessar ótrúlegu hamfarir hins vegar jafnframt vera gæfu landsins. Vegna þess hvað staða Íslands var þröng og skuldir landsins miklar hafi það neyðst til að beita óhefðbundnum meðulum í baráttunni við kreppuna. Gjaldmiðlinum hafi verið leyft að húrra og gjaldeyrishöftum hafi verið komið á. Það sem Krugman á hér við er að vegna hruns krónunnar hafi halli á utanríkisviðskiptum breyst í afgang, og höggið sem kom á hagkerfið vegna samdráttar í neyslu því orðið mun minna en ella. Og hér kemur það sem vekur athygli Krugmans; þrátt fyrir að Ísland hafi upplifað verstu fjármálakreppu sögunnar hefur það tekið út vægari refsingu en önnur Evrópulönd. Á heimasíðunni dregur hann upp graf þar sem sést að samdráttur í landsframleiðslu og atvinnu hér á landi er mun minni en í löndum sem urðu fyrir sambærilegum eða vægari áföllum en Ísland. Hann segir boðskap sögunnar vera þann að ef ríki lenda í kreppu, þá sé eins gott að hún sé reglulega djúp. Annars sé hætt við að ríkin þiggi ráðleggingar sem valdi enn verri lægð. Grein Krugman má lesa hér.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira