Leiðrétting skulda Haraldur L. Haraldsson skrifar 22. október 2010 06:00 Höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu, auk verðbóta. Af fjárhæðinni reiknast vextir. Ef lán eru verðtryggð breytist höfuðstóllinn í samræmi við verðlagsbreytingar eins og þær eru mældar hverju sinni. Verðtrygging er heiti á sérstöku breytilegu álagi á höfuðstól lána og er notuð til þess að tryggja verðgildi fjárskuldbindinga og bankainnistæða með viðmiðun við ákveðna vísitölu. Með verðtryggingu er tryggt að endurgreiðslur haldi verðgildi samkvæmt fyrirfram ákveðnu viðmiði frá þeim degi sem lán er veitt eða sparnaður hefst. Vísitala sem byggð er á mjólkurverði, áfengi o.s.frv. er ekki náttúrulögmál. Verðtrygging felst í því, að verð fjárskuldbindinga hækkar eftir ákveðnum reglum, oftast vísitölum. Við verðtryggingu er notast við vísitölu neysluverðs. Það má lýsa því á einfaldan hátt hvernig sú vísitala er fundin. Safnað er saman tilteknu magni af vöru og þjónustu í „innkaupakörfu", þar sem m.a. er tekið tillit til neysluvenja, og heildarverð körfunnar reiknað út. Að ákveðnum tíma liðnum er þetta endurtekið. Breyting á verði körfunnar milli þessara tímabila, er sú breyting sem notuð er til þess að reikna út breytingu á vísitölunni. Hafi verðið hækkað hækkar vísitalan um það hlutfall sem leiðir til þess, að öll verðtryggð lán tengd viðkomandi vísitölu hækka um sama hlutfall. Lítið dæmi: Innkaupakarfan hinn 1. janúar kostar kr. 10.000, hinn 1. febrúar kostar sú hin sama karfa kr. 10.200, verðhækkunin nemur 2% á einum mánuði. Vísitala, sem var 100 stig hinn 1. janúar er komin í 102 stig mánuði seinna. Verðbólgan nam því tveimur prósentum. Mikilvægt er að hugtökin séu skýr og fólki séu þau ljós. Frá því í desember 2007 til september 2010 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 28,7% eða með öðrum orðum hefur neyslukarfan frá því í desember 2007 til september 2010 hækkað um 28,7%. Leiðrétting á vísitölunniÍ umræðunni hefur komið fram að ef farið verður að tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna um 18% leiðréttingu á skuldum, þýði það um 220 milljarða „afskriftir". Afskrift á hverju? Þegar þessir 220 milljarðar eru fundnir eru þeir reiknaðir sem 18% af verðtryggðum höfuðstól, þ.e. höfuðstóll láns á tilteknum tíma að viðbættum verðbótum. Miðað við þetta er höfuðstóll lána heimilanna ásamt verðbótum 1.230 milljarðar kr. Gengið er út frá því, að heimilin hafi ekki tekið ný lán á árinu 2008. Að því gefnu hefur höfuðstóll lánanna frá því í desember 2008 tekið breytingum sem hér segir:Staða lána 31.12.07955,7 ma. Vísitöluhækkun 28,7%274,3 ma. Samtals1.230,0 ma.Ljóst er skv. þessu, að þrátt fyrir leiðréttingu upp á um 220 milljarða hefur höfuðstóllinn frá því í desember 2007 hækkað um 54,3 milljarða, eða sem nemur 5,7% auk vaxta. Miðað við 5% vexti af höfuðstólnum í desember 2007 gætu allt að 75,7 milljarðar hafa bæst við framangreinda upphæð miðað við vexti í 19 mánuði. Nú er spurt, hvað hefur valdið svo mikilli hækkun á vísitölunni frá því í desember 2007 á tíma sem atvinnuleysi hefur aukist, laun lækkað o.s.frv.?Helstu áhrifavaldar til hækkunar vísitölunnar árið 2008 og fram til dagsins í dag eru:1. Fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Gengið féll, innfluttar neysluvörur hækkuðu í verði, sem hækkaði vísitöluna.2. Vegna efnahagshrunsins hafa stjórnvöld gripið til víðtækra gjaldskrár- og skattahækkana, sem mælast í vísitölu neysluverðs.3. Vegna framanritaðs hafa framleiðendur þurft að grípa til hækkunar á vöru og þjónustu.Samfara hruninu hafa neysluvenjur þjóðarinnar breyst. Þannig má gera ráð fyrir að neysla á innfluttum vörum hefur dregist saman vegna verðhækkunar. Eru þessar vörur enn í vísitölukörfunni? Íslendingar kaupa ekki sömu vörur og þeir gerðu fyrir hrun.Með vísan til framanritaðs er lagt til að gerð verði rannsókn á því hvað framangreind atriði hafa haft mikil áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar frá því í desember 2007. Jafnframt er spurt, hvort eðlilegt sé að lántakendur eigi að bera allan kostnað af því að fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Eiga lántakendur að taka á sig allan herkostnaðinn, þ.e. áhrif gjaldskrár- og skattahækkana sem grípa hefur þurft til vegna efnahagshrunsins?Með vísan til framanritaðs ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tillögu sína um leiðréttingu á verðtryggðum lánum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Sjá meira
Höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu, auk verðbóta. Af fjárhæðinni reiknast vextir. Ef lán eru verðtryggð breytist höfuðstóllinn í samræmi við verðlagsbreytingar eins og þær eru mældar hverju sinni. Verðtrygging er heiti á sérstöku breytilegu álagi á höfuðstól lána og er notuð til þess að tryggja verðgildi fjárskuldbindinga og bankainnistæða með viðmiðun við ákveðna vísitölu. Með verðtryggingu er tryggt að endurgreiðslur haldi verðgildi samkvæmt fyrirfram ákveðnu viðmiði frá þeim degi sem lán er veitt eða sparnaður hefst. Vísitala sem byggð er á mjólkurverði, áfengi o.s.frv. er ekki náttúrulögmál. Verðtrygging felst í því, að verð fjárskuldbindinga hækkar eftir ákveðnum reglum, oftast vísitölum. Við verðtryggingu er notast við vísitölu neysluverðs. Það má lýsa því á einfaldan hátt hvernig sú vísitala er fundin. Safnað er saman tilteknu magni af vöru og þjónustu í „innkaupakörfu", þar sem m.a. er tekið tillit til neysluvenja, og heildarverð körfunnar reiknað út. Að ákveðnum tíma liðnum er þetta endurtekið. Breyting á verði körfunnar milli þessara tímabila, er sú breyting sem notuð er til þess að reikna út breytingu á vísitölunni. Hafi verðið hækkað hækkar vísitalan um það hlutfall sem leiðir til þess, að öll verðtryggð lán tengd viðkomandi vísitölu hækka um sama hlutfall. Lítið dæmi: Innkaupakarfan hinn 1. janúar kostar kr. 10.000, hinn 1. febrúar kostar sú hin sama karfa kr. 10.200, verðhækkunin nemur 2% á einum mánuði. Vísitala, sem var 100 stig hinn 1. janúar er komin í 102 stig mánuði seinna. Verðbólgan nam því tveimur prósentum. Mikilvægt er að hugtökin séu skýr og fólki séu þau ljós. Frá því í desember 2007 til september 2010 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 28,7% eða með öðrum orðum hefur neyslukarfan frá því í desember 2007 til september 2010 hækkað um 28,7%. Leiðrétting á vísitölunniÍ umræðunni hefur komið fram að ef farið verður að tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna um 18% leiðréttingu á skuldum, þýði það um 220 milljarða „afskriftir". Afskrift á hverju? Þegar þessir 220 milljarðar eru fundnir eru þeir reiknaðir sem 18% af verðtryggðum höfuðstól, þ.e. höfuðstóll láns á tilteknum tíma að viðbættum verðbótum. Miðað við þetta er höfuðstóll lána heimilanna ásamt verðbótum 1.230 milljarðar kr. Gengið er út frá því, að heimilin hafi ekki tekið ný lán á árinu 2008. Að því gefnu hefur höfuðstóll lánanna frá því í desember 2008 tekið breytingum sem hér segir:Staða lána 31.12.07955,7 ma. Vísitöluhækkun 28,7%274,3 ma. Samtals1.230,0 ma.Ljóst er skv. þessu, að þrátt fyrir leiðréttingu upp á um 220 milljarða hefur höfuðstóllinn frá því í desember 2007 hækkað um 54,3 milljarða, eða sem nemur 5,7% auk vaxta. Miðað við 5% vexti af höfuðstólnum í desember 2007 gætu allt að 75,7 milljarðar hafa bæst við framangreinda upphæð miðað við vexti í 19 mánuði. Nú er spurt, hvað hefur valdið svo mikilli hækkun á vísitölunni frá því í desember 2007 á tíma sem atvinnuleysi hefur aukist, laun lækkað o.s.frv.?Helstu áhrifavaldar til hækkunar vísitölunnar árið 2008 og fram til dagsins í dag eru:1. Fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Gengið féll, innfluttar neysluvörur hækkuðu í verði, sem hækkaði vísitöluna.2. Vegna efnahagshrunsins hafa stjórnvöld gripið til víðtækra gjaldskrár- og skattahækkana, sem mælast í vísitölu neysluverðs.3. Vegna framanritaðs hafa framleiðendur þurft að grípa til hækkunar á vöru og þjónustu.Samfara hruninu hafa neysluvenjur þjóðarinnar breyst. Þannig má gera ráð fyrir að neysla á innfluttum vörum hefur dregist saman vegna verðhækkunar. Eru þessar vörur enn í vísitölukörfunni? Íslendingar kaupa ekki sömu vörur og þeir gerðu fyrir hrun.Með vísan til framanritaðs er lagt til að gerð verði rannsókn á því hvað framangreind atriði hafa haft mikil áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar frá því í desember 2007. Jafnframt er spurt, hvort eðlilegt sé að lántakendur eigi að bera allan kostnað af því að fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Eiga lántakendur að taka á sig allan herkostnaðinn, þ.e. áhrif gjaldskrár- og skattahækkana sem grípa hefur þurft til vegna efnahagshrunsins?Með vísan til framanritaðs ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tillögu sína um leiðréttingu á verðtryggðum lánum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun