Í byrjun myndskeiðsins má greinilega sjá tárvot augu Heru. Þá var hún nýbúin að senda syni sínum, Viðari Kára, kveðju heim til Íslands.
Hún tekur sér svo nokkrar sekúndur til að jafna sig áður en hún segir okkur hvað er framundan hjá íslenska Eurovisionhópnum í dag.
„Laugardaginn verður þannig að við vöknum, förum og fáum okkur morgunmat, förum í rútuna, inn í höll. Þar förum við í hár og meik up og æfum okkur aðeins, hristum okkur upp og svona," segir Hera.
Foreldrar Heru og dóttir eru stödd í Osló.