Alonso getur orðið meistari í næsta móti 29. október 2010 13:42 Fernando Alonso fagnar sigrinum í Suður K'oreu um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Ker Robertson Fernando Alonso er eini ökumaðurinn af þeim sem fimm eiga möguleika á meistaratitlinum sem getur orðið heimsmeistari í Formúlu 1 í næsta móti. Aðeins tvö mót eru eftir á keppnistímabilinu. Alonso er með 11 stiga forskot á Mark Webber og ef Webber, Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button gengur illa í Brasilíu um aðra helgi, þá getur Alonso orðið meistari. En til þess þarf honum líka að ganga vel. "Vitanlega á ég góðar minningar frá brautinni, af því ég tryggði mér titlanna tvo 2005 og 2006. Í hvert skipti sem ég fer til Sao Paulo er það sérstök tilfinning og andinn þar er frábær. Ég vil ekki hugsa um þann möguleika að sagan endurtaki sig í þriðja skipti. Það er fræðilega mögulegt, en telur ekki hjá mér", sagði Alonso í frétt á autosport.com, en m.a. er vitnað í ummæli Alonso á heimasíðu Ferrari í fréttinni. "Við munum mæta í mótið með sama hugarfari og í önnur. Einbeitum okkur að sjálfum okkur með báða fætur á jörðinni. Reynum að vinna vel, án mistaka og með það að markmiði að leggja keppinauta okkar að velli. Ég hef sagt það áður og segi þá aftur. Við reiknum stigin í Abu Dhabi", sagði Alonso, en lokamót ársins verður þar 14. nóvember. Alonso segir að hlutirnir geti snúist hratt í stigamótinu, eins og sannaðist í Suður Kóreu um síðustu helgi þar sem Webber var með 14 stiga forskot fyrir mótið, en er núna 11 stigum á eftir og aðeins tvö mót eftir. "Það er betra að vera á undan en eftir. Núna er þetta í okkar höndum og við erum því aðeins rólegri, en það breytir ekki aðferðarfræðinni. Það er nóg fyrir okkur að vera á undan keppinautum okkar, án þess að hugsa of mikið um stigin. Fræðilega geta fimm enn orðið meistarar, en staða Buttons er erfiðari. Það eru mörg stig á milli okkar, en við sáum hvernig málin fóru fyrir þremur árum. Það er erfitt að ímynda sér að allir fjórir ökumennirnir á undan honum í stigamótinu fái ekki stig", sagði Alonso um lokasprettinn. Enn eru 50 stig í stigapottinum fyrir sigur í tveimur mótum, en Alonso er með 231 stig, Webber 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Button 189. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso er eini ökumaðurinn af þeim sem fimm eiga möguleika á meistaratitlinum sem getur orðið heimsmeistari í Formúlu 1 í næsta móti. Aðeins tvö mót eru eftir á keppnistímabilinu. Alonso er með 11 stiga forskot á Mark Webber og ef Webber, Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button gengur illa í Brasilíu um aðra helgi, þá getur Alonso orðið meistari. En til þess þarf honum líka að ganga vel. "Vitanlega á ég góðar minningar frá brautinni, af því ég tryggði mér titlanna tvo 2005 og 2006. Í hvert skipti sem ég fer til Sao Paulo er það sérstök tilfinning og andinn þar er frábær. Ég vil ekki hugsa um þann möguleika að sagan endurtaki sig í þriðja skipti. Það er fræðilega mögulegt, en telur ekki hjá mér", sagði Alonso í frétt á autosport.com, en m.a. er vitnað í ummæli Alonso á heimasíðu Ferrari í fréttinni. "Við munum mæta í mótið með sama hugarfari og í önnur. Einbeitum okkur að sjálfum okkur með báða fætur á jörðinni. Reynum að vinna vel, án mistaka og með það að markmiði að leggja keppinauta okkar að velli. Ég hef sagt það áður og segi þá aftur. Við reiknum stigin í Abu Dhabi", sagði Alonso, en lokamót ársins verður þar 14. nóvember. Alonso segir að hlutirnir geti snúist hratt í stigamótinu, eins og sannaðist í Suður Kóreu um síðustu helgi þar sem Webber var með 14 stiga forskot fyrir mótið, en er núna 11 stigum á eftir og aðeins tvö mót eftir. "Það er betra að vera á undan en eftir. Núna er þetta í okkar höndum og við erum því aðeins rólegri, en það breytir ekki aðferðarfræðinni. Það er nóg fyrir okkur að vera á undan keppinautum okkar, án þess að hugsa of mikið um stigin. Fræðilega geta fimm enn orðið meistarar, en staða Buttons er erfiðari. Það eru mörg stig á milli okkar, en við sáum hvernig málin fóru fyrir þremur árum. Það er erfitt að ímynda sér að allir fjórir ökumennirnir á undan honum í stigamótinu fái ekki stig", sagði Alonso um lokasprettinn. Enn eru 50 stig í stigapottinum fyrir sigur í tveimur mótum, en Alonso er með 231 stig, Webber 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Button 189.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira