Skoðun

Þvæla veltur uppúr forsætisráðherra Noregs

Ástþór Magnússon skrifar

Íslendingar eru EKKI á réttri leið!

Hlustum ekki á bullið sem veltur uppúr Jens Stoltenberg.

Við erum þrjú hundruð þúsund manna þjóð sem eyðir fjórum milljörðum í nokkur sendiráð og Varnarmálastofnun.

Við látum 1200 fjölskyldur bíða úti í kuldanum eftir vikulegri matarúthlutun. Við lokum sjúkradeildum á meðan við splæsum í heiðurslaun handa öldnum þingmanni á fullum launum frá Alþingi en sem einhverntíman í fyrndinni skrifaði kvikmyndahandrit.

Við eyðum hundruðum milljóna í afmælisveislu til handa löngu látinni sjálfstæðishetju þjóðarinnar á meðan stór hluti þjóðarinnar en hnepptur í fátæktaránauð.

Sendið Jens Stoltenberg heim til Noregs og segið honum að hugsa þessi mál áður en hann kemur aftur til Reykjavíkur og ber svona þvælu á torg.

Þurfum raunhæfar tillögur að nýju lýðveldi. Beint og milliliðalaust lýðræði í stað ónýtu spilltu flokkanna. Einföldum stjórnsýsluna. Gefðu mér tækifæri til að taka til hendinni á Stjórnlagaþingi. Framboðsnúmer mitt er 7176 og vefsíðan er: www.austurvollur.is.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×