Flott frumraun Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 16:00 Undraland með Valdimar. Tónlist /*** Undraland Valdimar Hljómsveitin Valdimar bætist í hóp þeirra íslensku hljómsveita sem spila lágstemmda tónlist með reggí/djass-ívafi. Þar eru auðvitað fremstir í flokki Hjálmar, ein besta hljómsveit Íslands. Helsta áskorunin hjá Valdimar var því að skapa sér sinn sjálfstæða tón, falla ekki í þá gryfju að apa upp tuggurnar sem Hjálmar hafa tuggið. Valdimar virðist hafi tekist ætlunarverkið að mestu leyti. Vissulega má finna inni á milli lagasmíðar sem svipa óneitanlega til Hjálma. En það er fyrirgefanlegt á fyrstu plötu. Inni á milli eru hins vegar frábær lög sem verðskulda mikið lof. Nægir þar að nefna Hverjum degi nægir sín þjáning og svo Yfirgefinn, þétt og flott lag með glæsilegri bassalínu. Aðallagahöfundar sveitarinnar, þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson, eru nokkuð lunknir við að smíða skemmtilegar laglínur og rödd Valdimars er ákaflega þægileg en um leið kraftmikil. Allur tónlistarflutningur er til fyrirmyndar og þegar á heildina er litið geta Valdimars-liðar verið nokkuð stoltir af þessari frumraun sinni. Niðurstaða: Flott frumraun hjá hljómsveitinni Valdimar sem lætur vonandi meira að sér kveða í nánustu framtíð. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist /*** Undraland Valdimar Hljómsveitin Valdimar bætist í hóp þeirra íslensku hljómsveita sem spila lágstemmda tónlist með reggí/djass-ívafi. Þar eru auðvitað fremstir í flokki Hjálmar, ein besta hljómsveit Íslands. Helsta áskorunin hjá Valdimar var því að skapa sér sinn sjálfstæða tón, falla ekki í þá gryfju að apa upp tuggurnar sem Hjálmar hafa tuggið. Valdimar virðist hafi tekist ætlunarverkið að mestu leyti. Vissulega má finna inni á milli lagasmíðar sem svipa óneitanlega til Hjálma. En það er fyrirgefanlegt á fyrstu plötu. Inni á milli eru hins vegar frábær lög sem verðskulda mikið lof. Nægir þar að nefna Hverjum degi nægir sín þjáning og svo Yfirgefinn, þétt og flott lag með glæsilegri bassalínu. Aðallagahöfundar sveitarinnar, þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson, eru nokkuð lunknir við að smíða skemmtilegar laglínur og rödd Valdimars er ákaflega þægileg en um leið kraftmikil. Allur tónlistarflutningur er til fyrirmyndar og þegar á heildina er litið geta Valdimars-liðar verið nokkuð stoltir af þessari frumraun sinni. Niðurstaða: Flott frumraun hjá hljómsveitinni Valdimar sem lætur vonandi meira að sér kveða í nánustu framtíð.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira